Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði

    Stöðu- og framvindupróf í stærðfræði metur hæfni nemenda og námsframvindu í fjórum inntaksflokkum aðalnámskrár: Tölum og reikningi, algebru, tölfræði og líkindum svo og rúmfræði og mælingum. Prófverkefnin eru ýmist fjölval eða opin og skiptast einnig í þrjá færniþætti: Kunnáttu, beitingu, rök og greiningu. Stígandi er í vægi inntaksflokka og færniþátta eftir aldursstigi.