Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Undirbúningur fyrirlagnar

    Prófin verða lögð fyrir í stafrænu prófakerfi og til að undirbúa nemendur fyrir próftöku hefur sérstakt sýnispróf verið útbúið. Sýnisprófið verður opið og aðgengilegt öllum en hægt verður að fara í gegnum það eins oft og hver vill eða þarf.

    Sýnisprófinu er ekki ætlað að þjálfa nemendur í efnistökum prófanna heldur að kynna og þjálfa próftöku í stafrænu umhverfi. Þar er hægt sjá uppsetningu prófatriða eins og lestexta með fjölvalsspurningum eða stærðfræðidæmi með opnum svörum þar sem próftaki skráir svar í svarglugga. Þar má einnig finna stafræn verkfæri eins og vasareikni, lestrarstiku og áherslupenna. Hægt verður að velja bakgrunnslit og stækka og minnka letur. Lögð er áhersla á að próftaki fái tækifæri til að prófa öll þessi hjálpartæki sem eru í boði innan prófakerfisins, átta sig á því hvar þau eru staðsett og læra hvernig þau nýtast við próftöku, áður en til hennar kemur.

    Hér verður hægt að finna hlekk á sýnisprófið síðar.