Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Þjónustuaðili:
Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.
Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
17. mars – 11. apríl 2025
Spurningar í prófum og matstækjum í Matsferli verða notaðar í nokkur ár. Stefnt er að því að notkunartími þeirra verði um fimm til sjö ár. Þó er viðbúið að fyrstu prófútgáfur verði gerðar opinberar eftir tveggja til þriggja ára notkun. Ástæða þessa er annars vegar að mikil krafa er gerð um gæði þessara prófa og hins vegar að mikil vinna felst í því að þróa viðmið um námsframvindu og einkunnakvarða sem endurspegla það sem nemendur kunna og geta. Því er mikilvægt að þó svo kennarar geti séð einstakar spurningar eða prófverkefni að þeir haldi þeirri vitneskju fyrir sig eða fjalli um það út frá mati á gæðum prófanna en dreifi ekki upplýsingum um prófatriðin.
Öll verkefni í stöðu- og framvinduprófum eru eign Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og er óheimilt að afrita þau með nokkrum hætti. Textar í lesskilningsprófi eru birtir með leyfi höfunda/rétthafa. MMS hefur fengið heimild til að nýta þá við mat á stöðu nemenda en hefur ekki rétt til að dreifa þeim með öðrum hætti.