Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Þjónustuaðili:
Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils
Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.
Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
17. mars – 11. apríl 2025
Það er mikilvægt að nemendur fái upplýsingar vegna þátttöku sinnar í stöðlun prófanna. Skilaboðin geta verið á þessa leið en skólum er frjálst að bæta inn öðrum upplýsingum sem varðar fyrirkomulag framkvæmdar í skólanum sjálfum:
Kæru nemendur,
Vikurnar 17. mars til 11. apríl ætlar skólinn okkar að aðstoða Miðstöð menntunar og skólaþjónustu við að útbúa próf í lesskilningi og stærðfræði. Skólinn okkar er einn af 26 skólum sem tekur þátt í þessu mikilvæga verkefni. Aðstoðin er fólgin í því að allir nemendur í 4.-10. bekk taka prófin í þessum greinum en þau munu gefa ykkur upplýsingar um það hvar þið standið í lesskilningi og stærðfræði, líka í samanburði við jafnaldra. Þess vegna er það mjög mikilvægt að þið leggið ykkur fram og gerið ykkar allra besta. Niðurstöður úr öllum 26 skólunum verða síðan notaðar til að útbúa viðmið fyrir sambærileg próf sem verða lögð fyrir öll grunnskólabörn í 4.-10. bekk vorið 2026. Þátttaka í þessu verkefni krefst ekki sérstaks undirbúnings, svo ekkert stress.