Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Undirbúningur fyrirlagnar

    TAO prófakerfið styður próftöku í tölvum með Windows stýrikerfi, (útgáfu 10 og 11), Chromebooks og iPad. Önnur tæki verður ekki hægt að nota. Yfirfara þarf öll tæki og kanna virkni þeirra tímanlega fyrir fyrirlagnir ásamt því að uppfæra stýrikerfi. Tengiliður vegna tæknimála í hverjum þátttökuskóla hefur umsjón með yfirferð tækja og uppfærslu stýrikerfa.