Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók ökuprófa

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

9. júlí 2025 -

Gildir frá 01.01.2024

    4. Próflýsingar - bókleg próf

    Í þessum kafla er fjallað um þær reglur sem gilda um mismunandi prófafyrirkomulag ásamt þeim prófreglum sem gilda og viðurlög við broti á þeim.

    Efni kaflans

    4.2.1 Almennt

    Einstaklingspróf kallast þau bóklegu próf sem próftaki tekur einn í prófstofu (sjá hér á eftir) það er að segja ekki lagt fyrir sem hóppróf.

    Slíkt gæti meðal annars hentað fólki með lesblindu, kvíða, ADHD, námserfiðleika eða þeim sem glíma við aðra persónulega erfiðleika.

    Próftími í einstaklingsprófi er að jafnaði sá sami og í hópprófi (45 mínútur). Prófdómara er þó heimilt að framlengja próftíma ef nauðsyn krefur.

    Ef um rafrænt próf er að ræða safnar prófdómari saman símum próftaka eftir að innskráningu í próf er lokið.[

    4.2.2 Einstaklingspróf

    Einstaklingspróf skulu framkvæmd í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir. Að öðru leyti eru allar venjulegar leiðbeiningar kynntar próftaka áður en próf hefst. Allir próftakar geta óskað eftir upplestri sem er í formi vefþulu.

    Framkvæmd einstaklingsprófs

    • Prófdómari fylgist með eftir þörfum hvers og eins.

    • Prófdómari brýnir fyrir próftaka að spyrja um orð eða hugtök sem próftaki áttar sig ekki á eða skilur ekki alveg og að prófdómari geti eingöngu svarað því sem hann er spurður um.

    • Prófdómara ber að gæta fyllsta hlutleysis í lestraráherslum, ef um upplestur er að ræða, í sérstaökum tilvikum, og látbragði og gefi próftaka enga þá vísbendingu sem eykur þekkingu hans á því efni sem prófað er úr.

    • Í ákveðnum tilfellum getur prófdómari tekið próftaka í munnlegt próf upp úr prófhefti og séð um að krossa við á svarblað í samræmi við svör próftaka.

    4.2.3 Túlkapróf

    Túlkapróf skulu framkvæmd í samræmi við leiðbeiningar hér á eftir. Að öðru leyti eru allar venjulegar leiðbeiningar kynntar próftaka áður en próf hefst. Túlkapróf skulu eingöngu vera af prófi á íslensku yfir á tungumál sem ekki er til þýðing á. Í undantekningartilfellum má túlka frá enskri útgáfu.

    Framkvæmd túlkaprófs

    • Ef um minniháttar tungumálaerfiðleika er að ræða er hægt að framkvæma prófið samkvæmt fyrirmælum fyrir einstaklingspróf.

    • Ef próftaki þarfnast túlks sér hann sjálfur um að útvega túlk sem Samgöngustofa samþykkir ef hann er ekki löggiltur. Ekki mega vera náin persónuleg tengsl milli túlks og próftaka.

    • Túlkapróf skulu hljóðrituð. Próftökumiðstöð tryggir skriflegt samþykki túlks og próftaka fyrir upptökunni.

    • Prófdómari útskýrir prófreglur fyrir túlkinum og sér til þess að prófreglum sé fylgt.

    • Prófdómari fylgist með prófi og gætir þess að túlkun sé eðlileg og að ekki séu gefnar upplýsingar um rétt svör.

    • Próftaki og túlkur skulu vera aðskildir þannig að þeir sjái ekki hvorn annan.

    • Próftaki hefur eina tölvu og prófdómari aðra í rafrænni próftöku.

    • Spurningar próftaka skal túlkur koma á framfæri við prófdómara sem sér um að svara í gegnum túlkinn.