Próflýsingar verkleg próf
Verkleg próf
Próflýsing þessi gildir fyrir verklegt próf á létt bifhjól í flokki AM. Í upphafi prófs kannar prófdómari skilríki próftakans og útskýrir hvernig prófið gengur fyrir sig. Hann fer yfir staðfestingar og skýrslur um nám í ökunámsbók og kannar ástand prófökutækja ef ástæða þykir til.
Verklegt ökupróf á létt bifhjól skiptist í munnlegt próf, prófæfingar á lokuðu svæði og aksturspróf.
Að loknu hverju prófi tilkynnir prófdómari próftaka hvort hann hafi staðist próf. Að jafnaði skal upplýsa próftaka strax að loknu prófi um þær villur sem hann gerði í prófinu.
Prófdómari skal gæta þess að próftaki hafi viðeigandi öryggis- og verndarbúnað, þ.e. hjálm, gleraugu ef við á, hanska, skó og klæðnað, t.d. leðurklæðnað, sem hlífir líkama við minniháttar hnjaski. Prófdómari skal aflýsa prófi telji hann að próftaki sé ekki varinn á fullnægjandi hátt, t.d. í þunnum fötum eða lélegum skóm.
Munnlegt próf
Prófdómari leggur fyrir munnlegt próf af spjaldi sem próftaki dregur. Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka við bifhjól á undan æfingum á lokuðu svæði.
Spurt er um hemla og viðhald hemlabúnaðar, stýris- og hjólalegur og dekkjabúnað, grind og fjöðrunarbúnað, öryggisbúnað ökumanns og farþega og loks um stjórntæki og gaumljós.
Prófæfingar á lokuðu svæði
Próftaki skal gera æfingar á sérstöku svæði. Próftaki gerir neðangreindar æfingar undir stjórn prófdómara. Keilu uppstilling er sú sama og fyrir próf á þung bifhjól. Gera skal æfingar í réttri röð hverja á fætur annarri. Aðeins ein tilraun er heimil við hverja æfingu. Æfingar eru þessar (tilvísanir eru í mynd á bls. 3):
1. Leiða hjól
Próftaki skal taka hjól af standara og leiða áfram og í sem næst 90° beygju til vinstri frá B-hliði til D og bakka hjólinu frá D og inn í C-hlið og setja á standara. Próftaki skal hafa fullt vald á hjóli.
2. Snigilakstur
Próftaki skal aka eftir keilubrautinni endilangri á eðlilegum gönguhraða frá C-hliði í A-hlið, með prófdómara gangandi sér á aðra hönd og keilur á hina. Próftaki skal halda vel jafnvægi, án þess að rása eða setja niður fót. Miða skal við 5 – 7 km hraða.
3. Keilusvig
Próftaki skal aka eins og í svigi á milli níu keilna frá A-hliði til C-hliðs. Engin tímamæling er í þessari æfingu. Keilubilið skal vera minnkandi, byrjar á 6 m og endar á 3 m. Próftaki skal ekki setja niður fót né fella keilur.
4. Nauðhemlun
Próftaki skal aka eftir aðkeyrslubraut að keilubrautinni við A-hlið og vera á a.m.k. 45 km hraða. Þegar komið er með framhjól í C-hlið skal próftaki nauðhemla af öryggi þar til hjólið hefur numið staðar. Miða skal við að hemlunarvegalengdin sé ekki lengri en 10 metrar. Ef yfirborð brautar er blautt má hemlunarvegalengdin vera 13 metrar. Próftaki ræður hvort hann notar aðeins framhemla.
5. Sveigt frá hindrun
Próftaki skal aka eftir aðkeyrslubraut að keilubrautinni og vera á a.m.k. 45 km hraða. Þegar komið er með framhjól í B-hlið skal hann beita gagnstýringu og sveigja til vinstri hjá hindrun (C-línu) að E.
6. U-beygja
Próftaki skal taka U-beygju til vinstri og enda í stoppi með framhjól
Próflýsing þessi gildir fyrir verklegt próf á bifhjól í flokki A, A2 og A1. Í upphafi prófs kannar prófdómari skilríki próftakans og útskýrir hvernig prófið gengur fyrir sig. Hann fer yfir staðfestingar og skýrslur um nám í ökunámsbók og kannar ástand prófökutækja ef ástæða þykir til.
Verklegt ökupróf til bifhjólaréttinda skiptist í munnlegt próf, prófæfingar á lokuðu svæði og aksturspróf.
Að loknu hverju prófi tilkynnir prófdómari próftaka hvort hann hafi staðist próf. Að jafnaði skal upplýsa próftaka strax að loknu prófi um þær villur sem hann gerði í prófinu.
Prófdómari skal gæta þess að próftaki hafi viðeigandi öryggis- og verndarbúnað, það er hjálm, gleraugu ef við á, hanska, skó og klæðnað, t.d. leðurklæðnað, sem hlífir líkama við minniháttar hnjaski. Prófdómari skal aflýsa prófi telji hann að próftaki sé ekki varinn á fullnægjandi hátt, t.d. í þunnum fötum eða lélegum skóm.
Munnlegt próf
Prófdómari leggur fyrir munnlegt próf af spjaldi sem próftaki dregur. Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka við bifhjól á undan æfingum á lokuðu svæði.
Spurt er um hemla og viðhald hemlabúnaðar, stýris- og hjólalegur og dekkjabúnað, grind og fjöðrunarbúnað, öryggisbúnað ökumanns og farþega og loks um stjórntæki og gaumljós.
Prófæfingar á lokuðu svæði
Próftaki skal gera æfingar á sérstöku svæði. Próftaki gerir neðangreindar æfingar undir stjórn prófdómara. Gera skal æfingar í réttri röð og hverja á fætur annarri. Aðeins ein tilraun er heimil við hverja æfingu.
Leiða hjól. Próftaki skal taka hjól af standara og leiða áfram og í sem næst 90° beygju til vinstri frá B-hliði til D og bakka hjólinu frá D og inn í C-hlið og setja á standara. Próftaki skal hafa fullt vald á hjóli.
Snigilakstur. Próftaki skal aka eftir keilubrautinni endilangri á eðlilegum gönguhraða frá C-hliði í A-hlið, með prófdómara gangandi sér á aðra hönd og keilur á hina. Próftaki skal halda vel jafnvægi, án þess að rása eða setja niður fót. Miða skal við 5 – 7 km hraða.
Keilusvig. Próftaki skal aka eins og í svigi á milli níu keilna frá A-hliði til C-hliðs. Engin tímamæling er í þessari æfingu. Keilubilið skal vera minnkandi, byrjar á 6 m og endar á 3 m. Ef próf er tekið á óvenju stórt kennsluhjól má lengja bil milli síðustu keilna í 4 metra og C-línu samsvarandi. Próftaki skal ekki setja niður fót né fella keilur.
Nauðhemlun. Próftaki skal aka eftir aðkeyrslubraut að keilubrautinni við A-hlið og vera á a.m.k. 50 km. hraða. Þegar komið er með framhjól í C-hlið skal próftaki nauðhemla af öryggi þar til hjólið hefur numið staðar. Miða skal við að hemlunarvegalengdin sé ekki lengri en 12 metrar. Ef yfirborð brautar er blautt má hemlunarvegalengdin vera 16 metrar. Próftaki ræður hvort hann notar aðeins framhemla.
Sveigt frá hindrun. Próftaki skal aka eftir aðkeyrslubraut að keilubrautinni og vera á að minnsta kosti 50 km hraða. Þegar komið er með framhjól í B-hlið skal hann beita gagnstýringu og sveigja til vinstri hjá hindrun (C-línu) að E.
U-beygja. Próftaki skal taka U-beygju til vinstri og enda í stoppi með framhjól í C-hliði.
Próf í aksturshæfni
Próftaki leggur til bifreið og vanan bílstjóra auk fjarskiptatækja sem notuð eru í prófinu. Komi upp vandamál með fjarskiptatækin má stöðva og athuga hvort bætt verði úr en að öðrum kosti verður að hætta prófi og er þá próftaki beðinn um að aka að prófstað. Bilun á fjarskiptatækjum veldur stöðvun á prófi.
Áður en lagt er af stað út í umferð skal prófdómari útskýra að próftaki verði einungis beðinn um að beygja til hægri eða vinstri, að öðrum kosti aki próftaki ávallt beint áfram svo fremi sem umferðalög leyfi það. Ef próftaki heyrir illa eða ekki gegnum fjarskiptatæki skal próftaki lyfta vinstri handlegg til merkis um það og endurtekur þá prófdómari beiðni sína um breytingu á akstursstefnu. Einnig skal próftaka bent á að gæta þess að bifreiðin sem fylgir missi ekki af honum svo sem við umferðarljós þar sem aðeins annað ökutækið, það sem á undan ekur (bifhjólið) fer yfir. Í slíku tilfelli hægir próftaki á ferðinni og bíður bifreiðarinnar þar sem aðstæður henta svo halda megi prófi áfram.
Ökukennari próftaka, eða annar vanur bílstjóri sem próftaki leggur til, skal aka bifreiðinni á eftir próftaka sem ekur bifhjólinu en prófdómari stjórnar prófi og situr í farþegasæti bifreiðarinnar. Ökumaður bifreiðarinnar sem fylgir bifhjólinu má ekki með akstri sínum hafa óeðlileg áhrif á akstur próftakans. Gerist slíkt skal prófdómari óska eftir því við ökumann bifreiðar að láta af slíku. Gerist slíkt ítrekað skal prófi hætt og þarf þá próftaki að endurtaka aksturspróf en telst þó ekki hafa fallið, heldur er próf stöðvað vegna vanhæfni ökumanns bifreiðar í að fara eftir fyrirmælum. Endurtekið aksturspróf má fara fram næsta dag á eftir.
Í akstursprófi er prófað úr atriðum sem koma fram í verklegum hluta námskrár, kennslumarkmið og prófkröfur, en þau tengjast:
undirbúningi aksturs og frágangi bifhjóls,
tæknilegri leikni á bifhjól og
hæfni í umferðinni, öryggi, framsýni, athygli, tillitssemi við aðra vegfarendur, vistakstri og fylgni við umferðarreglur.
Hafi próftaki staðist prófið undirritar próftaki og prófdómari prófgögn þar að lútandi.
Prófbifhjól
Við aksturspróf skal nota bifhjól skráð til kennslu, sem próftaki leggur til. Hvorki má bifhjólið né bifreiðin vera merkt eða auðkennd sem ökutæki til kennslu. Bifhjólið skal vera með gilda skoðun án athugasemda, vera án hliðarvagns og tilheyra þeim flokki sem prófað er til.
Við próf í A1-flokki skal nota bifhjól sem er að lágmarki með 11 kW afl og 115 sm3 slagrými og gert fyrir að minnsta kosti 90 km hraða. Ef hjólið er rafdrifið verður aflið að vera að minnsta kosti 0,08 kW/kg.
Við próf í A2-flokki skal nota bifhjól sem er a.m.k. 20 kW að afli og að lágmarki með 245 sm3 slagrými. Ef hjólið er rafdrifið verður aflið að vera að minnsta kosti 0,15 kW/kg.
Við próf í A-flokki skal nota bifhjól án hliðarvagns með eigin þyngd yfir 180 kg og að lágmarki með 50 kW afl og 595 sm3 slagrými. Ef hjólið er rafdrifið verður aflið að vera að minnsta kosti 0,25 kW/kg.
Prófdæming
Einn prófdómari er í munnlegu prófi og akstursprófi sem stjórnar prófi og dæmir próf. Próftaki má vera viðbúinn því að fleiri aðilar á vegum Samgöngustofu eða prófamiðstöðvar fylgist með prófi.
Við mat á villum í verklegu prófi skal unnið eftir viðmiðunarkvarða akstursprófa. Viðmiðunarkvarðinn segir til um hvað telst villa og hversu alvarleg hún er.
Við matið skal prófdómari huga sérstaklega að því hvort próftaki aki af færni og gætni, í samræmi við stærð og gerð bifhjólsins, sýni framsýni og athygli og taki tillit til annarra í umferðinni. Með þessu móti er hægt að meta aksturinn í heild og prófdómari á að taka tillit til þessa í heildarmati á próftakanum. Þetta tekur til aðlögunarhæfni og einbeitingar (öryggis) í akstri. Ennfremur til þess að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum, taka tillit til ástands vegar, veðurskilyrða, annarrar umferðar, hagsmuna annarra vegfarenda og þess að vera við öllu búinn.
Prófstaður
Sá hluti prófsins, þar sem akstur í umferð er metinn, skal, þar sem því verður við komið, fara fram á vegum utan þéttbýlis, á vegum með 70-90 km hámarkshraða og einnig á götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum, þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km og á vegum í þéttbýli með 60-80 km. hámarkshraða) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanns. Einnig er æskilegt að próf fari fram við mismikinn umferðarþunga, í fjölbreyttri umferð við mismunandi aðstæður sem búast má við að próftaki eigi eftir að reyna. Samgöngustofa ákveður hvar verkleg ökupróf fara fram.
Tímalengd prófs
Lengd prófsins og vegalengdin, sem farin er, skal vera nægileg til að hægt sé að meta þá hæfni og hegðun sem mælt er fyrir um í námskrá.
Próftími fyrir A, A2 og A1-flokk er um 45 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 30 mínútur.
Til aksturstíma í umferð má ekki telja tíma sem varið er til annarra þátta s.s. móttöku próftakans, undirbúning ökutækisins, tæknilega athugun á ökutækinu með tilliti til umferðaröryggis (öryggiseftirlit), munnlegt próf, sérstakar æfingar né kynningu á niðurstöðu verklega prófsins.
Í upphafi prófs kannar prófdómari skilríki próftakans og útskýrir hvernig prófið gengur fyrir sig. Hann fer yfir staðfestingar og skýrslur um nám í ökunámsbók og kannar ástand prófbifreiðar ef ástæða þykir til.
Verklega prófið er tvíþætt, munnlegt próf og aksturspróf. Próftaki þarf að standast munnlegt próf áður en aksturspróf hefst. Að loknu verklegu prófi staðfestir prófdómari niðurstöður prófs.
Í prófi til réttinda til farþegaflutninga í atvinnuskyni í B-flokki skal próftaki mæta snyrtilegur til fara og sýna almenna prúðmennsku í samræmi við almennar og góðar reglur um fagmannlega framkomu í samskiptum við farþega. Séu á þessu verulegir vankantar skal prófdómari aflýsa prófi.
Munnlegt próf
Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka í eða utan við bifreið á undan akstursprófi. Í munnlegu prófi er könnuð þekking próftaka á efni úr fræðilegum og verklegum hluta námskrár, nánar tiltekið um mælaborð, öryggisbúnað, stjórntæki, vél og vagn.
Fyrir próf í B-flokki skal hann geta svarað spurningum um:
mæla og gaumljós í mælaborði, hvað hver mælir sýnir og hvaða upplýsingar hann gefur. Spurt skal um rofa, hvernig þeim er beitt, fyrir hvað þeir eru, og í hvaða tilvikum rofar eru notaðir.
stillingar á sæti og baksýnis- og hliðarspeglum, útsýn úr bifreið og hvaða hlutum beri að leggja mesta áherslu á að halda hreinum. Einnig um notkun öryggisbúnaðar og gerð hans og hvernig ganga megi úr skugga um ástand hans á einfaldan hátt og um ástand og virkni hemla og annarra stjórntækja.
gang og viðhald vélar, hvernig megi fylgjast með ástandi annarra vökva svo sem rúðu-, kæli- og hemlavökva (ef við á). Einnig um hjólbarðaskipti og notkun viðvörunarþríhyrnings.
Fyrir próf til réttinda til farþegaflutninga í atvinnuskyni í B-flokki skal hann geta svarað spurningum um:
mælaborð, stjórntæki og annan búnað við vinnustöð ökumanns
öryggisbúnað ökumanns og farþega
ýmsar almennar reglur um leigubifreiðar og sérbúnað þeirra
heppilegar aðferðir við að hleypa farþegum út
Prófið tekur um fimm mínútur og samanstendur af fimm spurningum. Próftaki skal svara þeim öllum rétt en stenst próf þótt svar við tveimur spurningum sé ekki fullkomið. Próftaka er strax tilkynnt niðurstaða munnlegs prófs.
Próf í aksturshæfni
Að stöðnu munnlegu prófi fer fram próf í aksturshæfni undir stjórn prófdómara.
Prófdómari má eingöngu hafa afskipti af stjórn bifreiðar af umferðaröryggisástæðum. Hann skal eftir því sem unnt er láta próftaka ótruflaðan en fylgjast þeim mun betur með akstursháttum hans, gæta að hvort hann fer eftir umferðarreglum, stundar vistakstur og hvort hann ekur af fyllsta öryggi miðað við aðstæður. Prófdómari skal fylgjast með öllum vísbendingum um athygli og framsýni próftakans í umferðinni og viðbrögðum hans við hugsanlega aðsteðjandi hættum. Nauðsynleg fyrirmæli um akstur ber prófdómara að gefa greinilega og í tæka tíð þannig að próftaka gefist ráðrúm til að skilja þau og fara eftir þeim. Prófdómari má ekki gefa fyrirmæli sem leiða myndu til brota á umferðarreglum ef hlýtt væri. Hluti af prófi skal vera frjáls akstur.
Í akstursprófi er prófað úr atriðum sem koma fram í verklegum hluta námskrár, kennslumarkmið og prófkröfur, en þau tengjast:
undirbúningi aksturs og frágangi bifreiðar,
tæknilegri leikni á bifreið og
hæfni í umferðinni, öryggi, framsýni, athygli, tillitssemi við aðra vegfarendur, vistakstri og fylgni við umferðarreglur.
Hafi próftaki staðist prófið staðfestir próftaki og prófdómari prófgögn þar að lútandi.
Framvinda ökuprófs
1. Próftaki kynntur fyrir prófdómara í afgreiðslu ökuprófa og þeir ganga saman að prófbifreið.
2. Prófdómari sest við hlið próftaka og fylgist með honum spenna bílbeltið, stilla spegla og höfuðpúða og athugar hvernig próftaki ber sig almennt að við bifreiðina og í henni. Hann útskýrir í stuttu máli framkvæmd prófsins og býr sig undir að leggja fyrir munnlegt próf.
3. Próftaki dregur eitt spjald af sex sem prófdómari hefur meðferðis. Á hverju spjaldi eru fimm spurningar. Prófdómari metur svör próftaka rétt (20%), hálfrétt (10%) eða röng (0%). Ekki er ætlast til þess að prófdómarar spyrji annarra spurninga en eru á því spjaldi sem próftaki dregur. Ef próftaki stenst ekki aksturspróf má meta munnlegt próf sem ekki staðið ef hann hefur fengið undir 70 stigum í munnlegu prófi.
4. Tilkynnt um staðið/ekki staðið. Ástæður tilgreindar fyrir því ef próftaki stenst ekki og honum tilkynnt að hann geti gert aðra tilraun við prófið að viku liðinni.
5. Prófdómari útskýrir akstursprófið fyrir próftaka. Prófdómari segir próftaka að honum verði gefin fyrirmæli um hvort fara skuli til hægri eða vinstri en annars skuli hann aka beint áfram, ef það er heimilt. Próftaka skal bent á að engin fyrirmæli feli í sér gildru þ.e. að honum sé sagt að gera eitthvað sem brýtur í bága við umferðarlög.
6. Próftaki er að loknum akstri spurður, „Hvað fannst þér um aksturinn?“, „Hvað hefðir þú viljað gera betur í akstrinum?“ og spurninga af því tagi. Próftaki hefur þannig færi á að meta villur og brot í akstrinum. Prófdómari getur metið hvort villur eða brot leiði til refsistiga eða hvort skýringar fyrir brotinu dregur nægilega mikið úr vægi þess til að réttlæta það að próftaki nái prófi. Eitt af einkennum góðra ökumanna er sjálfsmat á því hvort vel eða illa er ekið.
7. Próftaka er tilkynnt á ótvíræðan hátt hvort hann stóðst próf eða ekki. Hafi próftaki staðist próf skal prófdómari segja honum úr hverju þarf að bæta, einkum ef um álitamál var að ræða. Prófdómari getur hælt fyrir það sem vel var gert og má gjarnan byrja á því áður en gallar eru tilgreindir. Próftaki fylgir prófdómara að afgreiðslu ökuprófa þar sem próftaki er látinn undirrita umsókn. Hafi próftaki ekki staðist próf skal prófdómari að lokinni yfirlýsingu þar að lútandi tilgreina ástæður þess að próftaki stóðst ekki prófið og ráðleggja um framhaldið. Próftaka skal tilkynnt um stigatölu (einkunn) á akstursprófi.
Verklegt próf með aðstoð túlks
Ef próftaki við munnlegt próf og aksturspróf fyrir B-flokk getur ekki talað og skilið íslensku eða erlent tungumál sem prófdómari veldur nægilega vel skal notast við túlk sem forsvarsmaður ökuprófa viðurkennir. Sama á við ef um er að ræða fólk með táknmál sem fyrsta mál.
Verklegt próf til farþegaflutninga í atvinnuskyni skal fara fram á íslensku.
Prófbifreiðin
Við aksturspróf skal nota viðurkennda kennslubifreið, sem próftaki leggur til. Bifreiðin skal vera þrifaleg og með gilda skoðun án athugasemda.
Fylgja skal fyrirmælum í IV. viðauka reglugerðar um ökuskírteini, nr. 830/2011, um ökutæki sem notuð eru til ökukennslu og við verklegt próf.
Við sæti prófdómara eiga að vera sérstakir fetlar, þannig að prófdómari geti, óháð próftaka, kúplað frá og hemlað bifreiðinni. Fetlar próftaka mega ekki virka á fetla prófdómara.
Bifreiðin skal búin baksýnisspegli fyrir próftaka á hægri hlið og eftirtöldum speglum fyrir prófdómara:
Baksýnisspegli inni í bifreið.
Flötum augnspegli, sem sýnir augu og andlit próftaka, til að fylgjast með athygli próftakans.
Kúptum baksýnisspegli á hægri hlið.
Prófbifreið má vera beinskipt eða sjálfskipt eftir vali próftaka og við staðið próf skal prófdómari tilgreina hvort bifreiðin hafi verið beinskipt eða sjálfskipt.
Prófdæming
Einn prófdómari er í munnlegu prófi og akstursprófi sem stjórnar prófi og dæmir próf. Próftaki má vera viðbúinn því að fleiri aðilar á vegum Samgöngustofu eða próftökumiðstöðvar fylgist með prófi.
Við mat á villum í verklegu prófi skal unnið eftir viðmiðunarkvarða akstursprófa. Viðmiðunarkvarðinn segir til um hvað telst villa og hversu alvarleg hún er.
Við matið skal prófdómari huga sérstaklega að því hvort próftaki aki af færni og gætni, í samræmi við stærð og gerð bifreiðarinnar, sýni framsýni og athygli og taki tillit til annarra í umferðinni. Með þessu móti er hægt að meta aksturinn í heild og prófdómari á að taka tillit til þessa í heildarmati á próftakanum. Þetta tekur til aðlögunarhæfni og einbeitingar (öryggis) í akstri. Ennfremur til þess að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum, taka tillit til ástands vegar, veðurskilyrða, annarrar umferðar, hagsmuna annarra vegfarenda og þess að vera við öllu búinn.
Prófstaður
Sá hluti prófsins, þar sem akstur í umferð er metinn, skal, þar sem því verður við komið, fara fram á vegum utan þéttbýlis, á vegum með 70-90 km. hámarkshraða og einnig á götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum, þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km. og á vegum í þéttbýli með 60-80 km. hámarkshraða) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanns. Einnig er æskilegt að próf fari fram við mismikinn umferðarþunga, í fjölbreyttri umferð við mismunandi aðstæður sem búast má við að próftaki eigi eftir að reyna. Samgöngustofa ákveður hvar verkleg ökupróf fara fram.
Tímalengd prófs
Lengd prófsins og vegalengdin, sem farin er, skal vera nægileg til að hægt sé að meta þá hæfni og hegðun sem mælt er fyrir um í námskrá.
Próftími fyrir B-flokk er um 45 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 35 mínútur.
Próftími fyrir farþegaflutninga í atvinnuskyni er um 55 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 45 mínútur.
Til aksturstíma í umferð má ekki telja tíma sem varið er til annarra þátta s.s. móttöku próftakans, undirbúning ökutækisins, tæknilega athugun á ökutækinu með tilliti til umferðaröryggis (öryggiseftirlit), munnlegt próf, sérstakar æfingar né kynningu á niðurstöðu verklega prófsins.
Í upphafi prófs kannar prófdómari skilríki próftakans og útskýrir hvernig prófið gengur fyrir sig. Hann fer yfir staðfestingar og skýrslur um nám í ökunámsbók og kannar ástand prófbifreiðar ef ástæða þykir til.
Verklega prófið er tvíþætt, munnlegt próf og aksturspróf. Próftaki þarf að standast munnlegt próf áður en aksturspróf hefst. Að loknu verklegu prófi staðfestirprófdómari niðurstöðu prófs.
Í prófi til réttinda til farþegaflutninga í atvinnuskyni í D1- og D-flokki skal próftaki mæta snyrtilegur til fara og sýna almenna prúðmennsku í samræmi við almennar og góðar reglur um fagmannlega framkomu í samskiptum við farþega. Séu á þessu verulegir vankantar skal prófdómari aflýsa prófi. Prófið skal fara fram á íslensku.
Munnlegt próf
Prófdómari leggur fyrir munnlegt próf af spjaldi sem próftaki dregur.
Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka í eða utan við bifreið á undan akstursprófi. Í munnlegu prófi skal spyrja próftaka um efni er varða stjórntæki, öryggisbúnað og öryggisskoðun bifreiðar.
Eftirfarandi atriði skal próftaki geta svarað spurningum um eða eftir atvikum sýnt hvernig eigi að framkvæma eða nota:
Mælaborð, stjórntæki, ökuriti og annar búnaður við vinnustöð ökumanns
Öryggisbúnaður ökumanns og farþega
Öryggisskoðun - öryggiseftirlit bifreiðar
utan við bifreið áður en akstur hefst
inni í bifreið fyrir akstur
með reynsluakstri
meðan á akstri stendur
þegar stöðvað er eftir akstur
að akstri loknum
Sérbúnaður bifreiðar og eldvarnir
Heppilegar aðferðir við að hleypa farþegum út (D1 og D)
Að rýma hópbifreið við neyðaraðstæður (D1 og D)
Frágangur á farmi.
Prófið tekur um fimm mínútur og samanstendur af fimm spurningum. Próftaki skal svara þeim öllum rétt en stenst próf þótt svar við tveimur spurningum sé ekki fullkomið. Próftaka er strax tilkynnt niðurstaða munnlegs prófs.
Próf í aksturshæfni
Að stöðnu munnlegu prófi fer fram próf í aksturshæfni undir stjórn prófdómara.
Prófdómari má eingöngu hafa afskipti af stjórn bifreiðar af umferðaröryggisástæðum. Hann skal eftir því sem unnt er láta próftaka ótruflaðan en fylgjast þeim mun betur með akstursháttum hans, gæta að hvort hann fer eftir umferðarreglum, stundar vistakstur og hvort hann ekur af fyllsta öryggi miðað við aðstæður. Prófdómari skal fylgjast með öllum vísbendingum um athygli og framsýni próftakans í umferðinni og viðbrögðum hans við hugsanlega aðsteðjandi hættum. Nauðsynleg fyrirmæli um akstur ber prófdómara að gefa greinilega og í tæka tíð þannig að próftaka gefist ráðrúm til að skilja þau og fara eftir þeim. Prófdómari má ekki gefa fyrirmæli sem leiða myndu til brota á umferðarreglum ef hlýtt væri. Hluti af prófi skal vera frjáls akstur.
Í akstursprófi er prófað úr atriðum sem koma fram í verklegum hluta námskrár, kennslumarkmið og prófkröfur, en þau tengjast:
undirbúningi aksturs og frágangi bifreiðar,
tæknilegri leikni á bifreið og
hæfni í umferðinni, öryggi, framsýni, athygli, tillitssemi við aðra vegfarendur, vistakstri og fylgni við umferðarreglur.
Hafi próftaki staðist prófið staðfesta próftaki og prófdómari prófgögn þar að lútandi.
Prófbifreiðin
Við aksturspróf skal nota viðurkennda kennslubifreið, sem próftaki leggur til. Hafi próftaki áður staðist aksturspróf á beinskipta bifreið má nota prófbifreið í C- og D-flokki með sjálfskiptingu. Bifreiðin má ekki vera merkt eða auðkennd sem kennslubifreið. Bifreiðin skal vera þrifaleg og með gilda skoðun án athugasemda. Fylgja skal fyrirmælum í IV. viðauka reglugerðar um ökuskírteini, nr. 830/2011, um ökutæki sem notuð eru til ökukennslu og við verklegt próf.
Prófdæming
Einn prófdómari er í munnlegu prófi og akstursprófi sem stjórnar prófi og dæmir próf. Próftaki má vera viðbúinn því að fleiri aðilar á vegum Samgöngustofu eða próftökumiðstöð fylgist með prófi.
Við mat á villum í verklegu prófi skal unnið eftir viðmiðunarkvarða akstursprófa. Viðmiðunarkvarðinn segir til um hvað telst villa og hversu alvarleg hún er.
Við matið skal prófdómari huga sérstaklega að því hvort próftaki aki af færni og gætni, í samræmi við stærð og gerð bifreiðarinnar, sýni framsýni og athygli og taki tillit til annarra í umferðinni. Með þessu móti er hægt að meta aksturinn í heild og prófdómari á að taka tillit til þessa í heildarmati á próftakanum. Þetta tekur til aðlögunarhæfni og einbeitingar (öryggis) í akstri. Ennfremur til þess að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum, taka tillit til ástands vegar, veðurskilyrða, annarrar umferðar, hagsmuna annarra vegfarenda (einkum þeirra sem minna mega sín) og þess að vera við öllu búinn.
Prófstaður
Sá hluti prófsins, þar sem akstur í umferð er metinn, skal, þar sem því verður við komið, fara fram á vegum utan þéttbýlis, á vegum með 70-90 km. hámarkshraða og einnig á götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum, þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km. og á vegum í þéttbýli með 60-80 km. hámarkshraða) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanns. Einnig er æskilegt að próf fari fram við mismikinn umferðarþunga, í fjölbreyttri umferð við mismunandi aðstæður sem búast má við að próftaki eigi eftir að reyna. Samgöngustofa ákveður hvar verkleg ökupróf fara fram.
Tímalengd prófs
Lengd prófsins og vegalengdin, sem farin er, skal vera nægileg til að hægt sé að meta þá hæfni og hegðun sem mælt er fyrir um í námskrá.
Próftími fyrir D, D1-flokk með réttindum til farþegaflutninga í atvinnuskyni er um 75 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 60 mínútur.
Próftími fyrir C, C1 og D1-flokk er um 55 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 45 mínútur.
Til aksturstíma í umferð má ekki telja tíma sem varið er til annarra þátta s.s. móttöku próftakans, undirbúning ökutækisins, tæknilega athugun á ökutækinu með tilliti til umferðaröryggis (öryggiseftirlit), munnlegt próf, sérstakar æfingar né kynningu á niðurstöðu verklega prófsins.
Í upphafi prófs kannar prófdómari skilríki próftakans og útskýrir hvernig prófið gengur fyrir sig. Hann fer yfir staðfestingar og skýrslur um nám í ökunámsbók og kannar ástand prófökutækja ef ástæða þykir til.
Ökupróf til eftirvagnaréttinda er eingöngu verklegt sem skiptist í munnlegt próf, æfingar á lokuðu svæði og aksturspróf.
Að loknu hverju prófi tilkynnir prófdómari próftaka hvort hann hafi staðist próf. Að jafnaði skal upplýsa próftaka strax að loknu prófi um þær villur sem hann gerði.
Munnlegt próf
Prófdómari leggur fyrir munnlegt próf af spjaldi sem próftaki dregur.
Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka í eða utan við vagnlest á undan akstursprófi. Í munnlegu prófi skal spyrja próftaka um efni er varðar stjórntæki, öryggisbúnað og öryggisskoðun bifreiðar með eftirvagn.
Eftirfarandi atriði skal próftaki geta svarað spurningum um eða eftir atvikum sýnt hvernig eigi að framkvæma eða nota:
Stjórntæki ökutækisins
Virkni eftirvagnahemla við mismunandi aðstæður
Öryggiseftirlit utan við vagnlest áður en lagt er af stað
Tenging og aftenging eftirvagns
Helstu lögmál um stjórnun og sérkenni mismunandi eftirvagna.
Prófið tekur um fimm mínútur og samanstendur af fimm spurningum. Próftaki skal svara þeim öllum rétt en stenst próf þótt svar við tveimur spurningum sé ekki fullkomið. Próftaka er strax tilkynnt niðurstaða munnlegs prófs.
Prófæfingar á lokuðu svæði
Próftaki skal framkvæma æfingar á sérstöku svæði. Prófdómari getur ákveðið að æfingar fari fram við aðrar aðstæður sem fullnægja settum kröfum. Val æfinga skal vera á milli A og B eftir því sem prófdómari telur henta. Prófdómari skal meta hvort hann dæmir æfingar utan við vagnlest eða inni í bifreið. Próftaki fær 7 mínútur til að framkvæma æfingu. Hann má laga til vagnlest að vild í æfingu en verður að skila henni í lokahlið innan tímamarka til að standast próf.
Próf í aksturshæfni
Að stöðnu munnlegu prófi fer fram próf í aksturshæfni og undir stjórn prófdómara.
Prófdómari má eingöngu hafa afskipti af stjórn bifreiðar af umferðaröryggisástæðum. Hann skal eftir því sem unnt er láta próftaka ótruflaðan en fylgjast þeim mun betur með akstursháttum hans, gæta að hvort hann fer eftir umferðarreglum, stundar vistakstur og hvort hann ekur af fyllsta öryggi miðað við aðstæður. Prófdómari skal fylgjast með öllum vísbendingum um athygli og framsýni próftakans í umferðinni og viðbrögðum hans við hugsanlega aðsteðjandi hættum. Nauðsynleg fyrirmæli um akstur ber prófdómara að gefa greinilega og í tæka tíð þannig að próftaka gefist ráðrúm til að skilja þau og fara eftir þeim. Prófdómari má ekki gefa fyrirmæli sem leiða myndu til brota á umferðarreglum ef hlýtt væri. Hluti af prófi skal vera frjáls akstur.
Í akstursprófi er prófað úr atriðum sem koma fram í verklegum hluta námskrár, kennslumarkmið og prófkröfur, en þau tengjast:
undirbúningi aksturs og frágangi bifreiðar,
tæknilegri leikni á bifreið og
hæfni í umferðinni, öryggi, framsýni, athygli, tillitssemi við aðra vegfarendur, vistakstri og fylgni við umferðarreglur.
Hafi próftaki staðist prófið staðfestir próftaki og prófdómari prófgögn þar að lútandi.
Prófökutæki
Við aksturspróf skal nota viðurkennd kennsluökutæki, sem próftaki leggur til. Vagnlestin má ekki vera merkt eða auðkennd sem ökutæki til kennslu. Ökutækin skulu vera þrifaleg og með gilda skoðun án athugasemda. Fylgja skal fyrirmælum í IV. viðauka reglugerðar um ökuskírteini, nr. 830/2011, með síðari breytingum, um ökutæki sem notuð eru til ökukennslu og við verklegt próf. Heimilt er að nota sjálfskipta bifreið.
Prófdæming
Einn prófdómari er í munnlegu prófi og akstursprófi sem stjórnar prófi og dæmir próf. Próftaki má vera viðbúinn því að fleiri aðilar á vegum Samgöngustofu eða próftökumiðstöðvar fylgist með prófi.
Við mat á villum í verklegu prófi skal unnið eftir viðmiðunarkvarða akstursprófa. Viðmiðunarkvarðinn segir til um hvað telst villa og hversu alvarleg hún er.
Við matið skal prófdómari huga sérstaklega að því hvort próftaki aki af færni og gætni, í samræmi við stærð og gerð vagnlestar, sýni framsýni og athygli og taki tillit til annarra í umferðinni. Með þessu móti er hægt að meta aksturinn í heild og prófdómari á að taka tillit til þessa í heildarmati á próftakanum. Þetta tekur til aðlögunarhæfni og einbeitingar (öryggis) í akstri. Ennfremur til þess að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum, taka tillit til ástands vegar, veðurskilyrða, annarrar umferðar, hagsmuna annarra vegfarenda (einkum þeirra sem minna mega sín) og þess að vera við öllu búinn.
Prófstaður
Sá hluti prófsins, þar sem frammistaða próftakans í sérstökum æfingum er metin, getur farið fram á sérstöku prófunarsvæði.
Sá hluti prófsins, þar sem akstur í umferð er metinn, skal, þar sem því verður við komið, fara fram á vegum utan þéttbýlis, á vegum með 70-90 km. hámarkshraða og einnig á götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum, þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km. og á vegum í þéttbýli með 60-80 km. hámarkshraða) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanns. Einnig er æskilegt að próf fari fram við mismikinn umferðarþunga, í fjölbreyttri umferð við mismunandi aðstæður sem búast má við að próftaki eigi eftir að reyna. Samgöngustofa ákveður hvar verkleg ökupróf fara fram.
Tímalengd prófs
Lengd prófsins og vegalengdin, sem farin er, skal vera nægileg til að hægt sé að meta þá hæfni og hegðun sem mælt er fyrir um í námskrá.
Próftími fyrir BE/C1E/D1E-flokk er um 55 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 45 mínútur.
Til aksturstíma í umferð má ekki telja tíma sem varið er til annarra þátta s.s. móttöku próftakans, undirbúning ökutækisins, tæknilega athugun á ökutækinu með tilliti til umferðaröryggis (öryggiseftirlit), munnlegt próf, sérstakar æfingar né kynningu á niðurstöðu verklega prófsins.
Í upphafi prófs kannar prófdómari skilríki próftakans og útskýrir hvernig prófið gengur fyrir sig. Hann fer yfir staðfestingar og skýrslur um nám í ökunámsbók og kannar ástand prófökutækja ef ástæða þykir til.
Ökupróf til eftirvagnaréttinda er eingöngu verklegt sem skiptist í munnlegt próf, æfingar á lokuðu svæði og aksturspróf.
Að loknu hverju prófi tilkynnir prófdómari próftaka hvort hann hafi staðist próf. Að jafnaði skal upplýsa próftaka strax að loknu prófi um þær villur sem hann gerði.
Munnlegt próf
Prófdómari leggur fyrir munnlegt próf af spjaldi sem próftaki dregur.
Munnlegt próf er lagt fyrir próftaka í eða utan við vagnlest á undan akstursprófi. Í munnlegu prófi skal spyrja próftaka um efni úr fræðilegum og verklegum hluta námskrár fyrir eftirvagnaréttindi.
Eftirfarandi atriði skal próftaki geta svarað spurningum um eða eftir atvikum sýnt hvernig eigi að framkvæma eða nota:
Stjórntæki ökutækisins
Öryggisbúnaður ökumanns og farþega
Vél og vagn
Viðbrögð þegar nauðhemlað er með eftirvagn
Virkni eftirvagnahemla við mismunandi aðstæður
Reglur um frágang farms
Öryggiseftirlit utan við vagnlest áður en lagt er af stað
Tenging og aftenging eftirvagns
Helstu lögmál um stjórnun og sérkenni mismunandi eftirvagna
Staða bifreiðar og hvað þarf að varast við notkun á sturtum og öðrum fylgibúnaði vörubifreiða.
Öryggiseftirlit með hemlum, hjólum, hjólbörðum, stýri, ljósa- og merkjabúnaði, rúðuþurrkum, rúðusprautum, speglum og kúplingu.
Prófið tekur fimm til tíu mínútur og samanstendur af fimm spurningum. Próftaki skal svara þeim öllum rétt en stenst próf þótt svar við tveimur spurningum sé ekki fullkomið. Próftaka er strax tilkynnt niðurstaða munnlegs prófs.
Prófæfingar á lokuðu svæði
Próftaki skal framkvæma æfingar á sérstöku svæði. Prófdómari getur ákveðið að æfingar fari fram við aðrar aðstæður sem fullnægja settum kröfum. Val æfinga skal vera á milli A og B eftir því sem prófdómari telur henta. Prófdómari skal meta hvort hann dæmir æfingar utan við vagnlest eða inni í bifreið. Próftaki fær 7 mínútur til að framkvæma æfingu. Hann má laga til vagnlest að vild í æfingu en verður að skila henni í lokahlið innan tímamarka til að standast próf.
Próf í aksturshæfni
Að stöðnu munnlegu prófi fer fram próf í aksturshæfni undir stjórn prófdómara.
Prófdómari má eingöngu hafa afskipti af stjórn bifreiðar af umferðaröryggisástæðum. Hann skal eftir því sem unnt er láta próftaka ótruflaðan en fylgjast þeim mun betur með akstursháttum hans, gæta að hvort hann fer eftir umferðarreglum, stundar vistakstur og hvort hann ekur af fyllsta öryggi miðað við aðstæður. Prófdómari skal fylgjast með öllum vísbendingum um athygli og framsýni próftakans í umferðinni og viðbrögðum hans við hugsanlega aðsteðjandi hættum. Nauðsynleg fyrirmæli um akstur ber prófdómara að gefa greinilega og í tæka tíð þannig að próftaka gefist ráðrúm til að skilja þau og fara eftir þeim. Prófdómari má ekki gefa fyrirmæli sem leiða myndu til brota á umferðarreglum ef hlýtt væri. Hluti af prófi skal vera frjáls akstur.
Í akstursprófi er prófað úr atriðum sem koma fram í verklegum hluta námskrár, kennslumarkmið og prófkröfur, en þau tengjast:
undirbúningi aksturs og frágangi bifreiðar,
tæknilegri leikni á bifreið og
hæfni í umferðinni, öryggi, framsýni, athygli, tillitssemi við aðra vegfarendur, vistakstri og fylgni við umferðarreglur.
Hafi próftaki staðist prófið staðfestir próftaki og prófdómari prófgögn þar að lútandi.
Próftökutæki
Við aksturspróf skal nota viðurkennd kennsluökutæki, sem próftaki leggur til. Vagnlestin má ekki vera merkt eða auðkennd sem ökutæki til kennslu. Ökutækin skulu vera þrifaleg og með gilda skoðun án athugasemda. Fylgja skal fyrirmælum í IV. viðauka reglugerðar um ökuskírteini, nr. 830/2011, með síðari breytingum, um ökutæki sem notuð eru til ökukennslu og við verklegt próf. Heimilt er að nota sjálfskipta bifreið.
Prófdæming
Einn prófdómari er í munnlegu prófi og akstursprófi sem stjórnar prófi og dæmir próf. Próftaki má vera viðbúinn því að fleiri aðilar á vegum Samgöngustofu eða Frumherja fylgist með prófi.
Við mat á villum í verklegu prófi skal unnið eftir viðmiðunarkvarða akstursprófa. Viðmiðunarkvarðinn segir til um hvað telst villa og hversu alvarleg hún er.
Við matið skal prófdómari huga sérstaklega að því hvort próftaki aki af færni og gætni, í samræmi við stærð og gerð vagnlestar, sýni framsýni og athygli og taki tillit til annarra í umferðinni. Með þessu móti er hægt að meta aksturinn í heild og prófdómari á að taka tillit til þessa í heildarmati á próftakanum. Þetta tekur til aðlögunarhæfni og einbeitingar (öryggis) í akstri. Ennfremur til þess að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum, taka tillit til ástands vegar, veðurskilyrða, annarrar umferðar, hagsmuna annarra vegfarenda (einkum þeirra sem minna mega sín) og þess að vera við öllu búinn.
Prófstaður
Sá hluti prófsins, þar sem frammistaða próftakans í sérstökum æfingum er metin, getur farið fram á sérstöku prófunarsvæði.
Sá hluti prófsins, þar sem akstur í umferð er metinn, skal, þar sem því verður við komið, fara fram á vegum utan þéttbýlis, á vegum með 70-90 km. hámarkshraða og einnig á götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum, þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km. og á vegum í þéttbýli með 60-80 km. hámarkshraða) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanns. Einnig er æskilegt að próf fari fram við mismikinn umferðarþunga, í fjölbreyttri umferð við mismunandi aðstæður sem búast má við að próftaki eigi eftir að reyna. Samgöngustofa ákveður hvar verkleg ökupróf fara fram.
Tímalengd prófs
Lengd prófsins og vegalengdin, sem farin er, skal vera nægileg til að hægt sé að meta þá hæfni og hegðun sem mælt er fyrir um í námskrá.
Próftími fyrir CE/DE-flokk er um 55 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 45 mínútur.
Til aksturstíma í umferð má ekki telja tíma sem varið er til annarra þátta s.s. móttöku próftakans, undirbúning ökutækisins, tæknilega athugun á ökutækinu með tilliti til umferðaröryggis (öryggiseftirlit), munnlegt próf, sérstakar æfingar né kynningu á niðurstöðu verklega prófsins.
Eftir að próftaki hefur staðist skriflegt próf getur ökukennari pantað verklegt próf fyrir nemanda sinn. Við verklegan þátt prófsins skal prófdómari nota þar til gerð refsistigablöð sem merkt er á samkvæmt áður ákveðnum þáttum. Prófið skal fara fram á dráttarvél sem próftaki leggur til. Æskilegt er að notuð séu fjarskiptatæki til að halda sambandi bið próftaka ef ekki er rými fyrir prófdómara á dráttarvélinni. Þá er prófi stjórnað úr bifreið sem ekur á eftir dráttarvél líkt og í verklegu prófi til bifhjólaréttinda.
Munnlegt próf
Próftaki svarar 5 spurningum af spjaldi og þarf próftaki að svara a.m.k. þremur þeirra rétt til að teljast hafa staðist kröfur varðandi munnlegt próf. Þemaefni spurninganna eru fimm:
1. Hemlar
2. Stýrisbúnaður, hjól og hjólbarðar
3. Ljós og speglar
4. Dráttarbúnaður, beisli og eftirvagnar
5. Tengibúnaður við fylgivélar (drifsköft)
Akstur í umferð
Prófdómari skal meta færni próftaka við eftirtalin helstu atriði:
Í akstursprófi er prófað úr atriðum sem tengjast:
undirbúningi aksturs og frágangi dráttarvélar,
tæknilegri leikni á dráttarvél og
hæfni í umferðinni, öryggi, framsýni, athygli, tillitssemi við aðra vegfarendur, vistakstri og fylgni við umferðarreglur.
Hafi próftaki staðist prófið staðfestir próftaki og prófdómari prófgögn þar að lútandi. Lengd prófsins og vegalengdin, sem farin er, skal vera nægileg til að hægt sé að meta þá hæfni og hegðun sem mælt er fyrir um í námskrá.
Próftími fyrir T-flokk er um 40 mínútur. Aksturstími í umferð skal vera að lágmarki 25 mínútur.
Hliðstætt villukerfi og er notað við almennt aksturspróf skal notað hér.
Próf í aksturshæfni er sá hluti verklegs prófs sem felur í sér akstur ökutækis í umferð sem og á sérstöku svæði ef við á. Prófið getur farið fram í flokki AM-A1-A2-A-B-C1-C-D1-D-T eða leigubíl eftir nánari ákvörðun sýslumanns. Þannig er munnlegu prófi sleppt. Tilgangur prófsins er að kanna öryggi umsækjanda í akstri og fylgni við umferðarlög og reglur. Hafi próftaki fleiri en einn flokk í ökuskírteini skal prófað í þeim flokki sem nær yfir stærstu ökutækin þó með vali milli flokka C og D hafi hann þá báða.
Slíku prófi er beitt í þessum tilfellum:
Gleymt að endurnýja í meira en 2 ár: Við endurnýjun ökuskírteinis, þegar liðin eru meira en tvö ár frá því að gildistími ökuskírteinisins rann út,
Við skipti á erlendu ökuskírteini eftir 2 ár: Við skipti á erlendu skírteini í íslenskt frá ríki innan EES ef liðin eru meira en tvö ár frá því að gildistími þess rann út,
Könnun sýslumanns: Sem hluti af könnun sýslumanns, ef þörf þykir, (1. tilr.)
við útgáfu eða endurnýjun skírteinis af heilbrigðisástæðum.
þegar akstursheimild er gefin út til bráðabirgða fyrir þann sem getur ekki sýnt fram á ökuréttindi með óyggjandi hætti.
þegar upp kemur grunur um að ökumaður skorti fullnægjandi aksturshæfni.
B-plús próf er próf sem skal vera bóklegt B próf og verklegt próf í þeim ökuréttindaflokki/um sem umsóknin varðar þó ekki í flokkum eftirvagna. Slíku prófi er beitt í þessum tilfellum:
Þegar ökuskírteini hefur verið afturkallað:
Við endurveitingu eftir afturköllun þegar ökumaður neitar að taka þátt í prófi í aksturshæfni eða hann hefur ekki staðist slíkt próf.
Við endurveitingu þegar afturköllun ökuréttinda hefur varað í þrjú ár eða lengur vegna upplýsinga um heilbrigði eða vegna notkunar ávana- og fíkniefna eða annarra sljóvgandi eða örvandi efna eða vegna ónógrar reglusemi.
Eftir akstursbann eða sviptingu: Við endurveitingu eftir akstursbann eða sviptingu ökuréttinda á fyrsta bráðabirgðaskírteini.
Eftir lengri sviptingu en 12 mánuði: Við endurveitingu eftir sviptingu ökuréttinda í lengri tíma en eitt ár. Sá sem eingöngu er með réttindi á leigubifreið tekur verklegt fyrir leigubíl í stað verklegs prófs fyrir B-flokk.
Við skipti á erlendu skírteini utan EES: Við skipti á erlendu ökuskírteini frá ríki utan EES, Færeyja, Bretlands, Sameinuðu arabísku furstadæmana eða Japan.
Við sérstakar aðstæður: Í þeim tilvikum að umsækjandi um skipti á erlendu ökuskírteini hafi ekki staðist ökupróf hér á landi, ökuréttindi hans verið afturkölluð eða hann verið sviptur ökurétti.
Framkvæmd
Viðurkenndir prófdómarar annast próf samkvæmt beiðni sýslumanns sem kemur fram á umsókn um ökuskírteini. Niðurstöðu prófa skal staðfesta í rafræna ökunámsbók eða rita á umsókn um ökuskírteini með viðeigandi athugasemdum til sýslumanns.
Leiðbeiningarnar eiga við alla flokka nema annað sé tekið fram. Ef sérstakur hjálparbúnaður bifreiðar, sbr. 1. lið IV. viðauka reglugerðar um ökuskírteini, er í notkun í prófi og atvik leiðir til þess að hann verður virkur skal prófdómari meta hvort villa sé skráð.
A. Prófdómari getur haft sérstök afskipti í prófi ef:
próftaka tekst ekki að snúa lykli í upphafi prófs vegna stýrisláss
ekið er langt undir hámarkshraða
handbremsa er skilin eftir á bíl þegar farið er í akstur
móðumyndun verður óviðunandi
belti eru ekki notuð
stýrt er ítrekað með annarri hendi
próftaki er í miklu andlegu ójafnvægi – slökunaræfingar
B. Leiðbeiningar til prófdómara með viðmiðunarkvarða við einstaka flokka
2. fl. Þegar snjór hylur akreinamerkingar og hjólför hafa myndast skal prófdómari ekki skrá sem villu ef próftaki fylgir hjólförum sem liggja í ósamræmi við akreinar og akreinalínur.
3. fl. Að jafnaði ætti að aka á hægri akrein ef tvær eða fleiri liggja í sömu akstursstefnu. Prófdómara ber samt að taka tillit til mikils umferðarþunga og gefa ekki villu þótt ekið sé á miðakrein eða akrein lengst til vinstri ef það hentar betur m.t.t. akstursleiðar og umferðarþunga. Eins getur talist heppilegra að velja vinstri beygjurein af tveimur ef löng röð er hægra megin en fáir vinstra megin. „Skipt milli akreina á gatnamótum“ felur í sér öll skipti eins og í tvöfaldri beygjurein.
4. fl. Prófdómari skal fylgjast með hvernig próftaka tekst til að nota að- og fráreinar til hraðaminnkunar og aukningar og hvort reinarnar séu notaðar til fulls. Umferð tafin verulega merkir að próftaki ekur meira en 20 km undir hámarkshraða þrátt fyrir athugasemd prófdómara og önnur umferð tefst verulega. Þegar metinn er hraði undir leyfðum hámarkshraða skal miða við jafnan akstur á beinni braut án sérstakrar truflunar.
6. fl. Prófdómari skal að jafnaði ekki skrá villur fyrr en próftaki er kominn af stað í prófi t.d. ekki fyrir að drepa á í upphafi eða sleppa stefnuljósi úr stæði. Rétt er þá að láta próftaka strax vita um að villan sé ekki skráð.
Aðgerðir í frágangi bifreiðar teljast vera þessar:
setja í bakk eða 1. gír, þegar við á
slökkva á þurrkum (ekki ef þurrkur eru sjálfvirkar)
slökkva aðalljós (ef þau hafa verið kveikt)
vinda upp rúður (ef gluggar hafa verið opnir)
drepa á vél
sleppa kúplingu síðar hemlum, þar sem við á
setja handhemil á
fjarlægja lykil
læsa bifreið
7. fl. Sem vísbendingar um að próftaki sýni varúð þar sem hægri forgangur gildir eru s.s. augn- eða höfuðhreyfingar, dregið úr ferð, slegið af orkugjafa og hægri fótur við bremsu. Ef vel sést til hliðar og ökuhraði er lítill (30 km) þurfa slíkar vísbendingar ekki að vera sjáanlegar. -1 er fyrir að taka forgang af öðrum sem áttar sig ekki á að hann eigi forgang en – 3 ef hinn þarf að stoppa vegna þess að forgangur er hafður af honum. Ætlast er til að próftaki sýni sömu varúð þar sem vafi getur leikið á hver eigi forgang við gatnamót. Einnig að hann sýni varúð þar sem hann telst eiga forgang. Að aka yfir stöðvunarlínu við ljósastýrð gatnamót = meira en 0,5 m yfir línu (-1). Ef gróflega langt þannig að farið er yfir gönguþverun eða þ.h. (-3).
8. fl. Stöðvunarskylda miðast við algert stopp á tilteknu bili frá stöðvunarskyldulínunni. Viðmiðun fyrir stigagjöf við stöðvunarskyldu
10. fl. Ekki skal gefa villu fyrir að sleppa stefnuljósi í bakki.
Ekki skal gefa villu fyrir að sleppa stefnuljósi við þrengingu á akbraut11. fl. Almenna reglan gildir um val akreina í hringtorgi um að velja ytri ef ekið er út á fyrstu gatnamótum og innri eða ytri valin ef ekið er lengra. Þó skal tekið tillit til aðstæðna s.s. óhefðbundinna hringtorga.
12. fl. Þar sem rætt er um gangandi vegfaranda er einnig átt við alla óvarða vegfarendur s.s. hjólandi, á hjólabrettum, línuskautum, rafhjólum o.s.frv.
13. fl. Með hugtakinu vistakstursmörk er vísað í þann hraða á snúningi vélar sem sparar mest eldsneyti. Má þar almennt nota þá viðmiðun að ef snúningur er á milli 3-4 þús rpm skráist -1 en ef hann fer yfir 4 þús rpm skráist -3. Notast má líka við rauð, gul og græn bil á hraðamæli. Hafa þarf einnig í huga mismunandi viðmið eftir tegundum orkugjafa.
15. fl. Mínus er settur ef bíll er látinn ganga um lengri tíma í lausagangi eða hann mengi óvenju mikið ef við á.
16. fl. Annað: Hentugt er að nota þennan opna flokk þegar aðstæður eru mjög sérstakar s.s. í miklum snjó eða mikilli rigningu þar sem reynir á sérstaka eftirtekt eða leikni.
16. fl. Tenging og aftenging eftirvagns: Próftaki er látinn tengja og aftengja eftirvagn í BE- og C1E/D1E-prófum en ekki í CE/DE-prófum, munnleg lýsing próftaka er þar látin duga.