Prófdómarar, þjálfun og viðurkenning
Samgöngustofa viðurkennir prófdómara til að dæma:
1. verklegt próf í B-flokki,
2. verklegt próf í öðrum flokkum en B-flokki,
3. bóklegt próf í öllum flokkum.
Verklegt próf í B-flokki
Sá uppfyllir skilyrði viðurkenningar sem:
a. er orðinn er 24 ára,
b. fullnægir kröfum um andlegt og líkamlegt heilbrigði sem gerðar eru til ökumanna í hópi tvö, sbr. III. viðauka reglugerðar um ökuskírteini,
c. hefur haft gilt ökuskírteini fyrir B-flokk, a.m.k. næstliðin fimm ár og hefur ekið bifreið að staðaldri á þeim tíma,
d. ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga eiga ekki við um,
e. hefur lokið a.m.k. fjögurra ára námi að loknum grunnskóla og hlotið menntun með áherslu á kennslu- og uppeldisfræði,
f. hefur lokið prófi sem fram fer á vegum Samgöngustofu
Æskilegt að umsækjandi hafi öll ökuréttindi sem og ökukennaramenntun.
Verklegt próf í öðrum flokki en B-flokki
Sá uppfyllir skilyrði viðurkenningar:
a. sem hefur gilt ökuskírteini fyrir viðkomandi ökuréttindaflokk,
b. sem viðurkenndur er fyrir verkleg próf í B-flokki
c. hefur dæmt verkleg próf í B-flokki í a.m.k. þrjú ár. Stytta má tímann:
i. hafi prófdómari a.m.k. 5 ára reynslu af akstri ökutækis í viðkomandi flokki eða
ii. standist hann bóklegt og verklegt próf í þeim flokki með betri árangri en að lágmarki er krafist eða
iii. ljúki hann á ný þjálfun og prófi í samræmi við f-lið 1. töluliðar.
Bóklegt próf í öllum flokkum
Sá uppfyllir skilyrði viðurkenningar sem fullnægir skilyrðum a-, c-, d-, e- og f-liðar 1. töluliðar.