Þjónusta prófa
Gerðar eru kröfur varðandi innri og ytri aðstæður við framkvæmd prófa.
Þjónusta prófa
Eftirfarandi eru kröfur varðandi innri og ytri aðstæður við framkvæmd prófa.
Innri aðbúnaður prófa
Afgreiðslustaður bóklegra og verklegra prófa þarf að uppfylla eftirtaldar kröfur:
Tryggja verður aðskilnað milli próftaka annars vegar og ökukennara og aðstandenda hins vegar á meðan á próftöku stendur.
Húsnæði skal bjóða upp á vissan aðskilnað milli starfsmanna og ökukennara eða óviðkomandi aðila.
Tryggja verður að ökukennarar eða almenningur hafi aldrei aðgang að prófverkefnum og öðrum prófgögnum sem ekki eru opinber.
Um er að ræða afgreiðslur af tvennu tagi; annars vegar afgreiðsla pantana á prófum, skjalaafhending og móttaka og hins vegar afgreiðsla verklegra prófa þar sem þau próf hefjast.
Aðgangur skal vera að salernisaðstöðu og biðstofu fyrir próftaka og ökukennara.
Prófstofa fyrir bókleg próf skal uppfylla venjulegar kröfur til kennsluhúsnæðis skv. heilbrigðisreglugerð, s.s. þægileg sæti, hljóðlátt umhverfi, góð loftræsting og friður meðan á próftöku stendur.
Prófstofa skal rúma vinnuaðstöðu fyrir prófdómara og a.m.k.12 próftaka miðað við eðlilegt bil milli einstaklinga í próftöku. Að jafnaði skal miða við að próftakar séu að hámarki 12 í stofu á hvern prófdómara í bóklegu prófi.
Á prófstöð þurfa að vera tvö rúmgóð herbergi fyrir sérpróf þ.e. lespróf, einstaklingspróf og túlkapróf. Ennfremur sér aðstaða fyrir prófdómara og skráningu prófa.
Ofangreindar kröfur eiga helst við um afgreiðslustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir undantekningum frá þeim á smærri prófstöðum en aðstaða þar verður metin í hverju tilfelli fyrir sig út frá fjölda próftaka og tegundum prófa. Þó skal ávallt tryggja aðskilnað próftaka og almennings.
Prófamiðstöð útvegar tölvu-og tæknibúnað fyrir rafræna próftöku. Rafræn próftaka skal fara fram í öruggu umhverfi með sterkri nettengingu. Heyrnartól eiga að fylgja með fyrir hvern próftaka
Ytri aðstæður til verklegra prófa
Staðsetning prófstöðvar og ytri aðstaða skal uppfylla þessar kröfur:
Staðsetning verður að vera frekar miðsvæðis og bjóða upp á fjölbreyttar prófleiðir í akstursprófum þar sem reynir sem best á þau vandamál sem geta komið upp í akstri og í mismiklli umferð.
Taka skal tillit til þeirrar staðreyndar að flestir viðskiptavinir prófstöðvar eru án ökuréttinda og þarf því að hafa almenningssamgöngur í huga.
Við prófstöð skulu vera bifreiðastæði fyrir prófbifreiðir og lokað svæði til æfinga fyrir verkleg próf í flokkum AM, A1, A2, A, BE, C1E, CE og e.t.v. öðrum flokkum. Svæðið skal vera að lágmarki 6 m x 70 m fyrir flokka AM, A1, A2, A og 60 m x 100 m fyrir flokka BE, C1E og CE.
Prófsvæðið og lokaða svæðið skulu vera vel upplýst.
Sá hluti prófsins, þar sem frammistaða próftakans í sérstökum æfingum er metin, getur farið fram á sérstöku æfingasvæði.
Sá hluti prófsins, þar sem hegðun í umferð er metin, ætti, þar sem því verður við komið, að fara fram á vegum utan byggðra svæða, á þjóðvegum og akvegum (eða áþekkum vegum) og einnig á margs konar götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km/klst., og á stofnbrautum í þéttbýli) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanna. Einnig er æskilegt að prófið fari fram við mismikla umferð. Þann tíma, sem er varið til aksturs á vegum, ber að nota eins og framast verður kosið til að meta akstur próftakans í mismunandi tegundum umferðar, sem búast má við að hann eigi eftir að reyna, með sérstakri áherslu á að láta hann skipta milli mismunandi tegunda umferðar.
Hér eru tilteknar lágmarkskröfur sem gerðar eru til prófleiða í akstri. Eftirtalið eru þær lágmarksaðstæður sem eðlilegt er að ætla próftökum í akstursprófi að lenda í. Til samræmingar á kröfum og fjölbreytni akstursprófa þarf að skilgreina 10 – 15 prófleiðir með hliðsjón af eftirtöldum aðstæðum umferðar. Prófleiðir sem eknar eru utan þéttbýlissvæða geta vikið frá þessum kröfum. Við skipulagningu prófleiða skal einnig stefnt að svipuðum fjölda vinstri og hægri beygja og að þær séu sambærilegar að tímalengd og nái lágmarkstíma í akstri í umferð.
B-BE – bifreið
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Fimm T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað (annaðhvort a eða b):
fyrir horn með kantsteini eða inn í bílastæði.
lagt í stæði með samhliða bakki eða bakkað inn í stæði sem liggur þvert á akstur.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Nauðhemlun á 40 km hraða á malbiki eða 60 km hraða á malarvegi (í 1-2 leiðum af 10 – 15 mögulegum).
Malarakstur (í 1-2 leiðum), þar sem því verður við komið.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Að minnsta kosti ein aðrein og ein frárein.
A1-A2-A - bifhjól
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Fimm T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Að minnsta kosti ein aðrein og ein frárein.
AM – létt bifhjól
Tvær stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Eitt hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Tvö T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Þrjú umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Þrjár gangbrautir þar af ein ljósastýrð.
Tveir staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
T – dráttarvél
Ein stöðvunarskylda helst í hægri beygju.
Eitt hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Tvö T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Þrjú umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Þrjár gangbrautir þar af ein ljósastýrð.
Tveir staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Bakkað fyrir horn með kantsteini eða inn í bílastæði.
Ba-C-C1-D1-CE-DE-C1E-D1E –vöru- og lítil hópbifreið/eftirvagn
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Þrjú gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað fyrir horn, inn á hliðarveg eða snúið við með því að bakka.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Vegur með 90 km hámarkshraða – þjóðvegaakstur, þar sem því verður við komið.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Að minnsta kosti ein aðrein og ein frárein.
D1a-DE – lítil hópbifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Þrjú hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Fimm T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað (a eða b):
a. fyrir horn með kantsteini eða inn í bílastæði.
b. lagt í stæði með samhliða bakki eða bakkað inn í stæði sem liggur þvert á akstur.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Almennur ferðamannastaður – aðkoma og skil á farþegum
Vegur með 30 km hámarkshraða.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Tvær aðreinar og tvær fráreinar.
Da – hópbifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Þrjú gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað fyrir horn, inn á hliðarveg eða snúið við með því að bakka.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Malarakstur.
Vegur með 90 km hámarkshraða, þar sem því verður við komið.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Almennur ferðamannastaður - hótel.
Tvær aðreinar og tvær fráreinar.
Eftirfarandi eru kröfur varðandi innri og ytri aðstæður við framkvæmd prófa.
Innri aðbúnaður prófa
Afgreiðslustaður skriflegra og verklegra prófa þarf að uppfylla eftirtaldar kröfur:
Tryggja verður aðskilnað milli próftaka annars vegar og ökukennara og aðstandenda hins vegar á meðan á próftöku stendur.
Húsnæði skal bjóða upp á vissan aðskilnað milli starfsmanna og ökukennara eða óviðkomandi aðila.
Tryggja verður að ökukennarar eða almenningur hafi aldrei aðgang að prófverkefnum og öðrum prófgögnum sem ekki eru opinber.
Um er að ræða afgreiðslur af tvennu tagi; annars vegar afgreiðsla pantana á prófum, skjalaafhending og móttaka og hins vegar afgreiðsla verklegra prófa þar sem þau próf hefjast.
Aðgangur skal vera að salernisaðstöðu og biðstofu fyrir próftaka og ökukennara.
Prófstofa fyrir skrifleg próf skal uppfylla venjulegar kröfur til kennsluhúsnæðis skv. heilbrigðisreglugerð, s.s. þægileg sæti, hljóðlátt umhverfi, góð loftræsting og friður meðan á próftöku stendur.
Prófstofa skal rúma vinnuaðstöðu fyrir prófdómara og a.m.k.12 próftaka miðað við eðlilegt bil milli einstaklinga í próftöku. Að jafnaði skal miða við að próftakar séu að hámarki 12 í stofu á hvern prófdómara í skriflegu prófi.
Á prófstöð þurfa að vera tvö rúmgóð herbergi fyrir sérpróf þ.e. lespróf, einstaklingspróf og túlkapróf. Ennfremur sér aðstaða fyrir prófdómara og skráningu prófa.
Ofangreindar kröfur eiga helst við um afgreiðslustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gera má ráð fyrir undantekningum frá þeim á smærri prófstöðum en aðstaða þar verður metin í hverju tilfelli fyrir sig út frá fjölda próftaka og tegundum prófa. Þó skal ávallt tryggja aðskilnað próftaka og almennings.
Áætlað er að taka í notkun rafrænt próftökukerfi og gert er ráð fyrir að prófamiðstöð útvegi tölvu-og tæknibúnað fyrir rafræna próftöku. Rafræn próftaka skal fara fram í öruggu umhverfi en nánari kröfur til búnaðar verða útlistaðar nánar þegar þær liggja fyrir.
Ytri aðstæður til verklegra prófa
Staðsetning prófstöðvar og ytri aðstaða skal uppfylla þessar kröfur:
Staðsetning verður að vera frekar miðsvæðis og bjóða upp á fjölbreyttar prófleiðir í akstursprófum þar sem reynir sem best á þau vandamál sem geta komið upp í akstri og í mismiklli umferð.
Taka skal tillit til þeirrar staðreyndar að flestir viðskiptavinir prófstöðvar eru án ökuréttinda og þarf því að hafa almenningssamgöngur í huga.
Við prófstöð skulu vera bifreiðastæði fyrir prófbifreiðir og lokað svæði til æfinga fyrir verkleg próf í flokkum AM, A1, A2, A, BE, C1E, CE og e.t.v. öðrum flokkum. Svæðið skal vera að lágmarki 6 m x 70 m fyrir flokka AM, A1, A2, A og 60 m x 100 m fyrir flokka BE, C1E og CE.
Prófsvæðið og lokaða svæðið skulu vera vel upplýst.
Sá hluti prófsins, þar sem frammistaða próftakans í sérstökum æfingum er metin, getur farið fram á sérstöku æfingasvæði.
Sá hluti prófsins, þar sem hegðun í umferð er metin, ætti, þar sem því verður við komið, að fara fram á vegum utan byggðra svæða, á þjóðvegum og akvegum (eða áþekkum vegum) og einnig á margs konar götum í þéttbýli (í íbúðarhverfum þar sem hámarkshraði er 30 og 50 km/klst., og á stofnbrautum í þéttbýli) þar sem skilyrði til aksturs geta talist dæmigerð fyrir þá erfiðleika sem geta orðið á vegi ökumanna. Einnig er æskilegt að prófið fari fram við mismikla umferð. Þann tíma, sem er varið til aksturs á vegum, ber að nota eins og framast verður kosið til að meta akstur próftakans í mismunandi tegundum umferðar, sem búast má við að hann eigi eftir að reyna, með sérstakri áherslu á að láta hann skipta milli mismunandi tegunda umferðar.
Hér eru tilteknar lágmarkskröfur sem gerðar eru til prófleiða í akstri. Eftirtalið eru þær lágmarksaðstæður sem eðlilegt er að ætla próftökum í akstursprófi að lenda í. Til samræmingar á kröfum og fjölbreytni akstursprófa þarf að skilgreina 10 – 15 prófleiðir með hliðsjón af eftirtöldum aðstæðum umferðar. Prófleiðir sem eknar eru utan þéttbýlissvæða geta vikið frá þessum kröfum. Við skipulagningu prófleiða skal einnig stefnt að svipuðum fjölda vinstri og hægri beygja og að þær séu sambærilegar að tímalengd og nái lágmarkstíma í akstri í umferð.
B-BE – bifreið
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Fimm T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað (annaðhvort a eða b):
fyrir horn með kantsteini eða inn í bílastæði.
lagt í stæði með samhliða bakki eða bakkað inn í stæði sem liggur þvert á akstur.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Nauðhemlun á 40 km hraða á malbiki eða 60 km hraða á malarvegi (í 1-2 leiðum af 10 – 15 mögulegum).
Malarakstur (í 1-2 leiðum), þar sem því verður við komið.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Að minnsta kosti ein aðrein og ein frárein.
A1-A2-A - bifhjól
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Fimm T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Að minnsta kosti ein aðrein og ein frárein.
AM – létt bifhjól
Tvær stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Eitt hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Tvö T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Þrjú umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Þrjár gangbrautir þar af ein ljósastýrð.
Tveir staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
T – dráttarvél
Ein stöðvunarskylda helst í hægri beygju.
Eitt hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Tvö T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Þrjú umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Þrjár gangbrautir þar af ein ljósastýrð.
Tveir staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Bakkað fyrir horn með kantsteini eða inn í bílastæði.
Ba-C-C1-D1-CE-DE-C1E-D1E –vöru- og lítil hópbifreið/eftirvagn
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Þrjú gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað fyrir horn, inn á hliðarveg eða snúið við með því að bakka.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Vegur með 90 km hámarkshraða – þjóðvegaakstur, þar sem því verður við komið.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Að minnsta kosti ein aðrein og ein frárein.
D1a-DE – lítil hópbifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Þrjú hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Fimm T-gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað (a eða b):
a. fyrir horn með kantsteini eða inn í bílastæði.
b. lagt í stæði með samhliða bakki eða bakkað inn í stæði sem liggur þvert á akstur.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Almennur ferðamannastaður – aðkoma og skil á farþegum
Vegur með 30 km hámarkshraða.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Tvær aðreinar og tvær fráreinar.
Da – hópbifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni
Þrjár stöðvunarskyldur þar af ein í hægri beygju.
Tvö hringtorg þar sem reynir á mismunandi útkeyrslustaði.
Þrjú gatnamót þar sem almennur forgangur umferðar gildir (hægri regla).
Bakkað fyrir horn, inn á hliðarveg eða snúið við með því að bakka.
Fimm umferðarljós þar sem reynir á; hægri beygju, vinstri beygju, tvöfalda beygjurein til vinstri og akstur beint áfram.
Fimm gangbrautir þar af tvær ljósastýrðar.
Einu sinni tekið af stað í brekku.
Malarakstur.
Vegur með 90 km hámarkshraða, þar sem því verður við komið.
Þrír staðir þar sem reynir á lestur akreinatafla.
Almennur ferðamannastaður - hótel.
Tvær aðreinar og tvær fráreinar.