Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka í sjúkraflugi

Skilyrði fyrir styrk:

  • Brýn þörf þarf að vera á á flutningi einstaklings á sjúkrahús eða frá sjúkrahúsi til heimilis eða dvalarstaðar

  • Heilsu sjúklings að vera þannig háttað að ekki er hægt að flytja viðkomandi eftir venjulegum farþega- og flutningsleiðum

Sá sem fluttur er með sjúkraflugi greiðir ákveðið fastagjald.


Fylgdarmaður sjúklings

Sé fylgd nauðsynleg taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði við fargjald fylgdarmanns, jafnvel þó að um áætlunarferð sé að ræða. Sé nauðsyn á fylgd heilbrigðisstarfsmanns skal greiða fargjald hans og þóknun.

Sjúkratryggingar greiða fargjald fylgdarmanns. Aðeins er greitt fyrir fylgd telji læknir hana nauðsynlega.

Sjúkraflutningur milli sjúkrahúsa

Þegar um er að ræða sjúkraflutning milli sjúkrahúsa greiðir sjúkrahúsið sem sendir sjúklinginn kostnaðinn.




Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar