Fara beint í efnið

Geislun á meðgöngu

Réttlæting rannsókna

Eins og margar aðrar læknisfræðilegar rannsóknir getur röntgenrannsókn haft í för með ttu fyrir sjúklinginn. Þess vegna er lögð áhersla á að sérhver röntgenrannsókn sé réttlætanleg, þ.e. að ávinningurinn af henni sé meiri en áhættan.

Meðalgeislaskammtar rétt framkvæmdar röntgenrannsóknar liggur þannig, sbr. yfirlit yfir meðalgeislaskammta fósturs hér til hliðar, langt undir þeim mörkum sem óttast þarf marktæk skaðleg áhrif fósturs í móðurkviði. Sneiðmyndarannsóknir af kviðarholi og mjaðmagrind móður valda mestri geislun á fóstur. Við slíkar rannsóknir þarf enn sterkari réttlætingu en við aðrar röntgenrannsóknir auk þess sem sértaklega þarf að leggja mat á hugsanlega geislun fóstursins hverju sinni.

Læknar hafa menntun og þekkingu til þess að leggja mat á réttlætingu og nauðsyn fyrirhugaðra röntgenrannsókna. Ákvörðun um að framkvæma ekki nauðsynlega röntgenrannsókn getur haft í för með sér mun meiri áhættu fyrir bæði móðurina og ófætt barn hennar.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169