Fara beint í efnið

Geislaálag í rannsóknum á börnum

Geislavarnastofnanir Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur hafa gefið út svæðisbundin geislaskammtaviðmið (regional diagnostic reference levels) fyrir röntgenrannsóknir og tölvusneiðmyndir af börnum.  Viðmiðin eru byggð á upplýsingum um geislaskammta sem safnað var 2018 – 2019.

Geislaskammtaviðmiðin má finna í tveim greinum:

Í Paediatric diagnostic reference levels for common radiological examinations using the European guidelines eru svæðisbundin geislaskammtaviðmið sett fram á hefðbundin hátt, í samræmi við evrópskar leiðbeiningar (European guidelines on diagnostic reference levels for paediatric imaging).  Sett eru fram svæðisbundin viðmið fyrir röntgenrannsóknir af lungum, kvið, mjöðm og mjaðmagrind, og fyrir tölvusneiðmyndar af höfði, brjóstholi og kvið.

Einnig var sýnt fram á að töluverðu máli skiptir hvort geislaskammtaviðmið byggjast á þyngd barna eða aldri, en nýlegar leiðbeiningar mæla með að miða við þyngd barns, frekar en aldur, þegar rannsókn er sniðin að stærð barns og jafnframt að setja geislaskammtaviðmið fyrir þyngdarflokka, frekar en aldursflokka.

Geislaskammtaviðmið á að nota til að beina sjónum þangað sem mest þörf er á úrbótum. Þau eru sett við efra fjórðungsmark geislaskammta og þar sem dæmigerðir geislaskammtar eru yfir viðmiðinu á að gera viðeigandi ráðstafanir (leita skýringa og minnka skammta ef hægt er).

Í Establishing paediatric diagnostic reference levels using reference curves – A feasibility study including conventional and CT examinations, eru sömu svæðisbundnu viðmiðin sett fram á línuritum, en það getur hentað betur að nota þau þar sem rannsóknir eru fáar.  Til þess að fá tölfræðilega marktækan samanburð við geislaskammtaviðmið þarf a.m.k. 20 sjúklinga fyrir hverja rannsókn og þyngdarflokk, en séu línuritin notuð ætti að duga að hafa 20 sjúklinga í heildina (börn af öllum stærðum) fyrir hverja rannsókn.

Nánar í:

Anja Almén, Jónína Guðjónsdóttir, Nils Heimland, Britta Højgaard, Hanne Waltenburg, and Anders Widmark. Paediatric diagnostic reference levels for common radiological examinations using the European guidelines. The British Journal of Radiology. Published Online:13 Dec 2021 https://doi.org/10.1259/bjr.20210700

Anja Almén, Jónína Guðjónsdóttir, Nils Heimland, Britta Højgaard, Hanne Waltenburg, Anders Widmark. Establishing paediatric diagnostic reference levels using reference curves – A feasibility study including conventional and CT examinations. Physica Medica, Volume 87, 2021, Pages 65-72, ISSN 1120-1797. https://doi.org/10.1016/j.ejmp.2021.05.035.

European Commission, Directorate-General for Energy, European guidelines on diagnostic reference levels for paediatric imaging, Publications Office, 2018, https://data.europa.eu/doi/10.2833/003998

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169