Fara beint í efnið

Geislun á meðgöngu

Leiðbeiningar fyrir barnshafandi konur

  • Ef þú hefur farið í röntgenrannsókn (t.d. kviðarholsrannsókn, rannsókn af mjaðmagrind, tölvusneiðmyndarannsókn eða skyggnirannsókn af kviðarholi) og hefur áhyggjur af áhrifum geislunarinnar á fóstrið þá er gott að ræða það við lækninn þinn.

  • Ef þú ert barnshafandi eða telur að þú getir verið það, láttu þá lækninn þinn vita áður en þú ferð í röntgenrannsókn, það getur verið að fresta megi rannsókninn eða beita öðrum hættuminni aðferðum svo sem ómun eða segulómun.

  • Ef nauðsynlegt er að framkvæma rannsókn þrátt fyrir að þú sért barnshafandi þá skaltu segja lækninum þínum frá öllum svipuðum rannsóknum sem þú hefur farið í áður. Það getur verið að hægt sé að nota niðurstöður fyrri rannsókna sem þú farið í.

  • Ef þú telur að þú getir verið barnshafandi, framkvæmdu þá þungunarpróf áður en rannsóknin fer fram.

  • Ef þú ert barnshafandi, láttu þá starfsfólk myndgreiningardeildarinnar vita,þannig að það geti viðhaft sérstakar geislavarnir vegna fóstursins við framkvæmd rannsóknarinnar svo sem að takmarka rannsóknvarsvæði sem mest og stytta skyggnitíma eins og hægt er.

  • Ef þú ert barnshafandi og þarft að aðstoða við rannsókn á barni, óskaðu þá því að vera með blýsvuntu.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169