Fara beint í efnið

Geislun á meðgöngu

Meðalgeislaskammtar fósturs

Meðalgeislaskammtar fósturs við algegngar röntgenrannsóknir

Röntgenrannsókn

Meðal geislaskammtur mGy

Röntgenmynd hjá tannlækni

< 0,001

Höfuðrannsókn (TS*)

< 0,003

Brjóstarannsókn (skimun)

< 0,05

Lungnarannsókn

< 0,1

Lungnarannsókn (TS*)

0,1

Mjó- og spjaldhryggur (TS*)

1,0

Mjaðmagrind

1,1

Magarannsókn (skyggning)

1,8

Mjó- og spjaldhryggur

2,7

Kviðarholsrannsókn

2,0

Kviðarholsrannsókn (TS*)

10

Ristilrannsókn (skyggning)

12

Mjaðmagrind

17

Náttúruleg bakgrunnsgeislun (alla meðgöngu)

0,4

* Tölvusneiðmyndarannsókn

Til þess að setja tölurnar í töflunni í samhengi er gott að bera þær saman við náttúrulega bakgrunnsgeislun sem við verðum öll fyrir á hverjum degi. Náttúrleg bakgrunnsgeislun er í öllu okkar umhverfi og er tilkomin vegna geislunar frá geislavirkum efnum í jarðvegi, í lofti, í mat, í líkama okkar og vegna geimgeislunar. Geislaskammtur fósturs alla meðgönguna vegna náttúrulegrar bakgrunnsgeislunar er áætlaður um 0,4 mGy.

Til samanburðar má einnig geta þess að árleg náttúruleg bakgrunnsgeislun á Íslandi er um 1.2 mGy en það er með því lægsta sem gerist í heiminum. Í nágrannalöndum okkar er algeng bakgrunnsgeislun 3 – 5 mGy á ári.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169