Þrjú ár liðin frá fyrstu COVID-19 greiningu á Íslandi
Í dag 28. febrúar eru þrjú ár liðin frá því að fyrsta COVID-19 smitið greindist hérlendis en viðkomandi hafði komið erlendis frá. Fyrsta innanlandssmitið var síðan staðfest 6. mars 2020. Gripið var til margvíslegra aðgerða til að stemma stigu við dreifingu smita og lágmarka afleiðingar faraldursins hérlendis. Öllum takmörkunum var síðan aflétt í lok febrúar 2022 en þá var bylgja ómíkron afbrigðisins (BA.1/BA.2) í hámarki. Eftir að ómíkrón bylgjan gekk yfir fór greiningum fækkandi en minni bylgja annars undirafbrigðis (BA.5) kom fram í júlí 2022.