Andleg vanlíðan hefur aukist meðal ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndunum. Ný norræn skýrsla veitir innsýn í áhættuþætti sem fram hafa komið í norrænum rannsóknum, svo sem einmanaleika, mikla notkun stafrænna miðla og félagslegar aðstæður. Verndandi þættir eru m.a. hreyfing og jákvæð tengsl í skóla.