Fara beint í efnið

14. febrúar 2022

Hvað tekur við ef niðurstaða PCR-prófs vegna COVID-19 er óviss (vafasvar)?

Vafasvar þýðir að niðurstöður rannsóknar á PCR-prófi sem tekið var til greiningar á SARS-CoV-2 veirunni gaf ekki afgerandi svar.

Sóttvarnalæknir - logo

Ástæða fyrir þessari niðurstöðu geta verið ýmsar. Ef prófið var pantað vegna einkenna er nauðsynlegt er að fara í nýtt PCR-próf en það þarf að bíða í einn dag til að endurtaka prófið. Ekki skyldi fara of fljótt aftur í próf því þá er meiri hætta á að fá aftur vafasvar.

Þeir sem fá vafasvar úr einkennasýnatöku munu fá nýtt strikamerki (INC) að kvöldi næsta dags til að nota daginn þar á eftir. Ef svar úr endurteknu PCR-prófi er jákvætt (veiran fannst) gildir einangrun í a.m.k. 5 daga (frá dags jákvæðs PCR-prófs), ef svar er neikvætt þarf ekkert að aðhafast meira. Ef svar er aftur vafasvar mun COVID göngudeild Landspítala hafa samband við aðila símleiðis til að ákveða næstu skref.

Þangað til endanleg niðurstaða fæst úr PCR-prófi er fólk beðið um að fylgja leiðbeiningum um smitgát því mögulega er um smit að ræða. Jafnvel þó einstaklingur fari í einangrun eftir vafasvar þá mun sá tími ekki telja hvað varðar tímabil einangrunar. Einangrun er talin frá jákvæðu PCR-prófi (dags sýnatöku) og er a.m.k. 5 dagar.

Sóttvarnalæknir