19. mars 2021
19. mars 2021
Fréttabréf mars 2021
Á þessum tæpu tveimur árum frá því ríkisstjórn íslands undirritaði aðgerðaráætlun um eflingu stafrænnar þjónustu er verulegur árangur farinn að sjást. Árangurinn er bæði að finna í hagræðingu þar sem betur er farið með almannafé sem og tímasparnaði fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir með tilkomu stafrænna ferla.
Stökk í stafrænni þjónustu
Á þessum tæpu tveimur árum frá því ríkisstjórn íslands undirritaði aðgerðaráætlun um eflingu stafrænnar þjónustu er verulegur árangur farinn að sjást. Árangurinn er bæði að finna í hagræðingu þar sem betur er farið með almannafé sem og tímasparnaði fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir með tilkomu stafrænna ferla.
2020 reyndi svo sannarlega á stafræna ferla hins opinbera og þörfina fyrir sjálfsafgreiðslulausnir en sú þörf heldur áfram að aukast í ár sem og komandi ár. Á stuttum tíma hafa stór skref verið tekin í átt að aukinni nýtingu á þróun stafrænna tæknilausna. Fjöldi grunnkerfa sem þessar lausnir byggja á hafa verið uppfærðar sem opnar á tækifæri og getu hins opinbera að hraða þessari vinnu og bæta lífsgæði með því að einfalda líf fólks.
Að missa ástvin
Þrjár leiðir eru nú að efni og upplýsingum á Ísland.is og ein þeirra er Lífsviðburðir en þeir eru í sífelldri þróun og í grunninn hugsaðir fyrir þá sem hafa ekki aðgang að stuðningsneti. Að missa ástvin er nýr lífsviðburður á Ísland.is sem tekur saman helstu upplýsingar fyrir aðstandendur látinna einstaklinga.
Umsókn um meistarabréf nú stafræn
Iðnaðarmenn sem öðlast meistararéttindi geta nú sótt um meistarabréf sín rafrænt eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir um meistarabréf í löggiltum iðngreinum á vefnum Ísland.is.
Nánar um umsókn um meistarabréf
Stafrænt skilavottorð ökutækja
Endurgreiðsla skilagjalds ökutækja er komin í sjálfsafgreiðsluferli en greiddar eru 20.000 krónur í skilagjald fyrir hvern bíl sem fer í endurvinnslu. Þrjár mótttökustöðvar hafa tengt sig með sjálfvirkum hætti við Samgöngustofu og Úrvinnslusjóð sem nær yfir um 70% úr sér genginna ökutækja. Árlega er um 10-13 þúsund ökutækjum fargað.
Nánar um stafrænt skilavottorð ökutækja
Ísland.is
Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekin saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is sem verður í sífelldri þróun næstu árin.
Horfa á kynningarmyndband
Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:
Uppfærsla á kjarnaþjónustum á borð við mínar síður, innskráningarkerfi, umboðskerfi og umsóknarkerfi.
App fyrir Ísland.is
Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)
Uppfærsla á pósthólfi Ísland.is
Umsókn um fæðingarorlof
Ökunámsferlið frá námi til skírteinis í síma
Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn
Kveðja starfsfólk,
Stafræns Íslands
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni. Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.