Fara beint í efnið

28. maí 2024

Fréttabréf maí 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2024.

flettingar mai2024

Mikil aukning á notkun Ísland.is í apríl
Í apríl mánuði voru flettingar um þrjár milljónir samanborið við um 1,2 milljónir 2023. Aldrei hafa fleiri notað þjónustu Ísland.is. Met eru slegin í hverjum mánuði þegar kemur að heimsóknum á Ísland.is, notkun á umsóknarkerfinu, Innskráningu fyrir alla, Ísland.is appinu, Stafræna pósthólfinu og spjallmenninu Aski.
Þjónusta sem hægt er að sækja gegnum Ísland.is eykst sífellt og almenningur hefur tileinkað sér stafræna þjónustu í auknu mæli.

Apríl í tölum:

  • Flettingar á Ísland.is voru 3 milljónir

  • 315 þúsund innskráningar inn á Mínum síður Ísland.is

  • Um 910 þúsund innskráningar voru með Innskráningu fyrir alla

  • 40 þúsund umsóknum skilað til stofnanna í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is

Skoða nánar tölfræði um stafræna vegferð


Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

Kaup ríkisins á fasteignum í Grindavík er 100% stafrænt ferli sem hefur verið í þróun að undanförnu hjá Ísland.is og sýslumönnum og felur í sér rafrænan kaupsamning, rafrænar undirskriftir og í fyrsta skipti á Íslandi rafræna þinglýsingu kaupsamninga í fasteignaviðskiptum. Stór áfangi í rafrænum þinglýsingu.

Skoðan nánar tölfræði rafrænna þinglýsinga


Vinnueftirlitið á Ísland.is

Bjóðum Vinnueftirlitið hjartanlega velkomin á Ísland.is.

Skoða vef Vinnueftirlitsins


Þjóðskjalasafn á Ísland.is

Bjóðum Þjóðskjalasafn hjartanlega velkomin á Ísland.is

Skoða vef Þjóðskjalasafnsins


Blóðbankinn á Ísland.is

Bjóðum Blóðbankann hjartanlega velkomin á Ísland.is

Skoða vef Blóðbankans


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

Mínar síður

  • Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar

  • Yfirlit yfir greiðslur húsnæðisbóta

  • Starfsleyfi sýslumanna

  • Brautskráningargögn háskóla

Vefir

  • Vefur Ríkissaksóknara

  • Vefur Lögreglunnar

  • Vefur Skipulagsstofnunnar

  • Vefur Rannís

  • Vefur Umboðsmanns skuldara

  • Vefur Sjónstöðvarinnar

Umsóknir

  • Stafræn erfðafjárskýrsla

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsón um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ellilífeyri

  • Umsókn um háskóla

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Umsókn um nafnskírteini

Í greiningu

  • Meðmælendakerfi fyrir alþingiskosningar