28. maí 2024
28. maí 2024
Fréttabréf maí 2024
Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2024.
Mikil aukning á notkun Ísland.is í apríl
Í apríl mánuði voru flettingar um þrjár milljónir samanborið við um 1,2 milljónir 2023. Aldrei hafa fleiri notað þjónustu Ísland.is. Met eru slegin í hverjum mánuði þegar kemur að heimsóknum á Ísland.is, notkun á umsóknarkerfinu, Innskráningu fyrir alla, Ísland.is appinu, Stafræna pósthólfinu og spjallmenninu Aski.
Þjónusta sem hægt er að sækja gegnum Ísland.is eykst sífellt og almenningur hefur tileinkað sér stafræna þjónustu í auknu mæli.
Apríl í tölum:
Flettingar á Ísland.is voru 3 milljónir
315 þúsund innskráningar inn á Mínum síður Ísland.is
Um 910 þúsund innskráningar voru með Innskráningu fyrir alla
40 þúsund umsóknum skilað til stofnanna í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is
Skoða nánar tölfræði um stafræna vegferð
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Kaup ríkisins á fasteignum í Grindavík er 100% stafrænt ferli sem hefur verið í þróun að undanförnu hjá Ísland.is og sýslumönnum og felur í sér rafrænan kaupsamning, rafrænar undirskriftir og í fyrsta skipti á Íslandi rafræna þinglýsingu kaupsamninga í fasteignaviðskiptum. Stór áfangi í rafrænum þinglýsingu.
Skoðan nánar tölfræði rafrænna þinglýsinga
Vinnueftirlitið á Ísland.is
Bjóðum Vinnueftirlitið hjartanlega velkomin á Ísland.is.
Þjóðskjalasafn á Ísland.is
Bjóðum Þjóðskjalasafn hjartanlega velkomin á Ísland.is
Blóðbankinn á Ísland.is
Bjóðum Blóðbankann hjartanlega velkomin á Ísland.is
Meðal verkefna Stafræns Íslands:
Mínar síður
Fjármál, hreyfingar á tímabilinu
Greiðsluáætlun Tryggingastofnunar
Yfirlit yfir greiðslur húsnæðisbóta
Starfsleyfi sýslumanna
Brautskráningargögn háskóla
Vefir
Vefur Ríkissaksóknara
Vefur Lögreglunnar
Vefur Skipulagsstofnunnar
Vefur Rannís
Vefur Umboðsmanns skuldara
Vefur Sjónstöðvarinnar
Umsóknir
Stafræn erfðafjárskýrsla
Tilkynning um vinnuslys
Umsón um dvalarleyfi
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun
Umsókn um ellilífeyri
Umsókn um háskóla
Umsókn um ríkisborgararétt ítrun
Umsókn um sannvottun
Eigendaskipti vinnuvéla og tækja
Endurnýjun ökuréttinda
Umsókn um nafnskírteini
Í greiningu
Meðmælendakerfi fyrir alþingiskosningar