30. júní 2025
30. júní 2025
Fréttabréf júní 2025
Fréttabréf Stafræns Íslands júní 2025

Innritun í framhaldsskóla á Ísland.is
Innritun nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla fór í fyrsta sinn í gegnum Umsóknarkerfi Ísland.is í ár. Fjöldi árskorana felast í breytingu á stórum ferlum eins og þessum en innritun gekk bæði hraðar og betur fyrir sig nú en áður. Árgangurinn sem hefur nám í framhaldsskóla í haust er sá stærsti til þessa en 5.131 nemandi hefur verið úthlutað pláss, sem er 454 fleiri en í fyrra.
Framhaldsskólarnir gátu tekið við öllum nýnemum sem sóttu um, og því var hægt að samþykkja allar umsóknir þeirra sem uppfylltu inntökuskilyrði.
81% nemenda fengu pláss í skóla sem þau höfðu set sem fyrsta val og tæp 13% í annað val.
Lesa frétt um úthlutun í framhaldsskóla
57 þúsund umsóknir í maí
Metfjöldi umsókna fór í gegnum Umsóknarkerfi Ísland.is í maí.
Tegund umsóknar | Fjöldi umsókna |
---|---|
Umsókn um evrópska sjúkratryggingakortið | 9.437 |
Tilkynning um eigendaskipti ökutækja | 7.865 |
Umsókn um vegabréf | 6.635 |
Umsókn um framhaldsskóla | 3.579 |
Umsókn um sakavottorð | 2.752 |
Umsókn um fæðingarorlof | 2.226 |
Umsókn um ökuskírteini | 2.001 |
Umsókn fyrir leiðbeinenda í æfingaakstri | 1.893 |
Umsókn um greiðsluáætlun | 1.755 |
Fjárhagsaðstoð | 1.434 |
Stafræn umsókn um starfsleyfi
Framhaldsskólanemar sem útskrifast af heilbrigðistengdri námsbraut úr framhaldsskóla geta sótt rafrænt starfsleyfi til Landlæknis. Fyrir voru námsbrautir háskóla. Þau fög sem eru aðgengileg eru:
Lyfjatæknar
Matartæknar
Sjúkraliðar
Tannlæknar
Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna
Upplýsingar um nafnskírteini á stafrænu formi
Þau sem eiga nafnskírteini geta nú nálgast upplýsingarnar stafrænt á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu líkt og vegabréfsupplýsingar. Notendur geta sömuleiðis sótt um stafrænt. Markmiðið er að bæta aðgengi einstaklinga að eigin upplýsingum.
Veðbókavottorð skipa og ökutækja
Veðbókarvottorð fyrir skip og ökutæki til viðbótar við fasteignir. Stórnotendur geta safnað allt að 10 vottorðum saman og greitt í einni umsókn. Áður var eitt vottorð per umsókn.
Gagnvirk samskipti í Stafrænu pósthólfi
Þær stofnanir sem hafa innleitt þjónustukerfi Ísland.is hafa þann kost að bjóða tvíhliða samskipti í gegnum Stafræna pósthólfið. Það þýðir að einstaklingar og fyrirtæki geta valið að svara opinberum erindum í gegnum Stafræna pósthólfið. Innleiðing hefst af fullum krafti í ágúst.
Nýtt greiðslukerfi Ísland.is
Innleiðingu á nýju greiðslukerfi er nú lokið en nýja kerfið tengist tekjubókhaldskerfi ríkisins í rauntíma. Í framhaldinu er stefnt að því að bjóða upp á fleirir greiðslumáta. Verkefnið var leitt af Fjársýslunni í samstarfi við Stafrænt Ísland.
Lesa tilkynningu um greiðslukerfið
Stafrænir leigusamningar
HMS býður nú stafræna húsaleigusamninga milli leigusala og leigutaka í Umsóknarkerfi Ísland.is ásamt skráningu í húsaleiguskrá HMS. Samningurinn býður upp á rafræna undirritun beggja aðila og skráist að lokum sjálfrkafa í kerfið. Lausnin verður í raunprófunum í sumar hjá völdum aðilum og verður opnuð öllum þegar ný lög um húsaleigu taka gildi 1. september.
Útgáfufréttir Ísland.is
Tvær útgáfur voru hjá Stafrænu Íslandi nú í júní. Með útgáfufréttum er leitast við að segja frá þeim nýjungum, uppfærslum og þróun sem á sér stað í Ísland.is samfélaginu.
Meðal verkefna Stafræns Íslands
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista
Notendaupplýsingar
Skrá mörg netföng og tengja mismunandi netföng við umboð
Umsóknir
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Tekjuáætlun TR
Tilkynning um netglæp
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja
Stafrænt pósthólf
Gagnvirk samskipti við almenning
Stjórnborð
Tölfræði Stafræns pósthólfs fyrir stofnanir
Ráðstefnur
Tengjum ríkið 18.september
Vefir í vinnslu
Almannavarnir
Dómstólasýslan
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Landspítali
Lögreglan
Rannís
Framkvæmdasýslan
Heilsugæsla Suðurnesja
Rammaáætlun
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa