Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga

Skilyrði frádráttarheimildar

Starfsmaður telst erlendur sérfræðingur, óháð ríkisborgararétti, séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:

  • hann hefur ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á næsta 60 mánaða samfelldu tímabili fyrir upphaf starfa hans hér á landi, en þó þannig að fyrstu þrír mánuðir dvalar hérlendis teljast ekki með; og.

  • hann sé búsettur og með lögheimili hér á landi; og

  • hann búi yfir þekkingu eða reynslu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli.

Þá gildir reglan einungis ef hinn erlendi sérfræðingur:

  • er ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og sá aðili greiði honum laun sem sérfræðingi; og

  • er ráðinn til að sinna verkefnum er krefjast sérþekkingar og reynslu sem ekki er fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli; og

  • hann starfi á sviði rannsókna, þróunar og/eða nýsköpunar, kennslu eða við úrlausn og/eða uppbyggingu sérhæfðra verkefna; eða

  • hann sinni framkvæmda- eða verkefnastjórnun eða öðrum verkefnum sem eru lykilþættir í starfsemi fyrirtækisins.