Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga

Sækja má um skattalega hvata til að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á land. Með þessu er fyrirtækjum gert auðveldara fyrir að fá til sín sérfræðinga svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.

Hér er ekki hvað síst átt við íslensk tækni- og rannsóknarfyrirtæki og háskólasamfélagið í rannsóknum og þróun, nýsköpun, framleiðslu, stjórnun, skipulagningu, markaðssetningu, verkfræði, fjármálum, upplýsingatækni, samskiptatækni og kennslu, svo eitthvað sé nefnt.

Lýsing og umsókn

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.

Innskráning í umsóknarkerfileiðbeiningar umsóknarkerfis

Finna má ítarupplýsingar og leiðbeiningar hér í undirköflum (sjá valmynd).

Sendið fyrirspurnir á netfangið: fes@rannis.is