Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga

Mat og úthlutun

Til þess að umsókn teljist fullgild verður hún að berast nefndinni eigi síðar en þremur mánuðum eftir að erlendur sérfræðingur hóf störf hér á landi ásamt öllum nauðsynlegum og umbeðnum upplýsingum vegna hvers sérfræðings fyrir sig.

Berist umsókn síðar er henni hafnað. Nefndin skal að jafnaði taka ákvörðun um umsókn innan þriggja vikna eftir að endanleg gögn liggja fyrir.

Ef rökstuðningur og/eða fylgigögn eru ófullnægjandi gefur nefndin umsækjanda kost á að bæta úr annmörkunum innan tveggja vikna að jafnaði. Verði ekki bætt úr annmörkum er umsókn vísað frá.

Meirihluti nefndarmanna nægir til þess að umsókn verði samþykkt.

Nefndin heldur skrá yfir þær umsóknir sem hún móttekur og einnig yfir samþykktar umsóknir. Nefndarmönnum ber að gæta þagmælsku og fyllsta trúnaðar um gögn og upplýsingar sem berast nefndinni sem helst þótt látið sé af setu í nefndinni.