Fara beint í efnið

Forskráning ökutækis

Umsókn um forskráningu á ökutæki

Viðbótargögn fyrir ákveðna ökutækisflokka

Teikning af hópbifreið og eftirvagni til farþegaflutninga: Framvísa þarf málsettri teikningu af stærð, sætaskipan og farangursgeymslum í mælikvarðanum 1:20 eða 1:25. Sjá nánar upplýsingaskjal um hópbifreiðir.

Eftirfarandi á ekki við um ökutæki sem hafa áður verið skráð innan EES

  • Teikningar af eftirvagni, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagni með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg: Teikning af ökutækinu með öllum aðalmálum og kerfismynd af hemlakerfi eða staðfesting frá framleiðanda á því að hemlakerfi ökutækis sé af tiltekinni tegund og uppfylli EB-staðla.

  • Teikningar af hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagni með leyfða heildarþyngd 750 kg og undir: Fylgja þarf teikning með öllum aðalmálum. Ekki eru gerðar kröfur um mælikvarða teikningarinnar.

Umsókn um forskráningu á ökutæki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa