Hvaða skatta og gjöld þarf að greiða?
Aðflutningsgjöld af ökutækjum eru greidd af tollverði (innkaupsverði, flutningsgjaldi og flutningstryggingu) ökutækisins.
Aðflutningsgjöldin eru
vörugjald
úrvinnslugjald á rafgeyma og hjólbarða
24% virðisaukaskattur
Kostnaður er misjafn eftir verði farartækisins en hægt er að átta sig á kostnaði með því að skoða reiknivél Tollstjóra.
Annar kostnaður
Einnig þarf að greiða
fyrir skráningarskoðun og nýskráningu og fer kostnaður eftir gjaldskrá skoðunarstöðvar
nýskráningargjald hjá Samgöngustofu
skammtímamerki hjá Samgöngustofu
Þjónustuaðili
Samgöngustofa