Fara beint í efnið

Forskráning ökutækis

Umsókn um forskráningu á ökutæki

Skattar og gjöld

Hvaða skatta og gjöld þarf að greiða?

Aðflutningsgjöld af ökutækjum eru greidd af tollverði (innkaupsverði, flutningsgjaldi og flutningstryggingu) ökutækisins.

Aðflutningsgjöldin eru

  • vörugjald

  • úrvinnslugjald á rafgeyma og hjólbarða

  • 24% virðisaukaskattur

Kostnaður er misjafn eftir verði farartækisins en hægt er að átta sig á kostnaði með því að skoða reiknivél Tollstjóra.

Annar kostnaður

Einnig þarf að greiða

  • fyrir skráningarskoðun og nýskráningu og fer kostnaður eftir gjaldskrá skoðunarstöðvar

  • nýskráningargjald hjá Samgöngustofu

  • skammtímamerki hjá Samgöngustofu

Umsókn um forskráningu á ökutæki

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa