Til að fá heimild til viðhaldsvottunar á ákveðið loftfar þarf Part 66 skírteinishafi að hafa tegundaráritun á viðeigandi loftfar.
Tegundaráritun ræðst af því hvaða grunnáritun skírteinishafinn hefur og í hvaða hóp loftfarið flokkast. Hóparnir eru þrír:
Loftför sem hafa verið skilgreind sem flókin, vélknúin loftför. Veitt er stök tegundaráritun fyrir loftför í hópi 1.
Önnur loftför en þau sem falla undir hóp 1. Hópur 2 skiptist niður í þrjá undirflokka:
Undirflokkur 2a: „Single turbor-propeller engine aeroplane“. Veitt er stök tegundaráritun, hóptegundaráritun eða full hópréttindi.
Undirflokkur 2b: „Single turbor-propeller engine helicopters“. Veitt er stök tegundaráritun, hóptegundaráritun eða full hópréttindi.
Undirflokkur 2c: „Single piston engine helicopters“. Veitt er stök tegundaráritun hóptegundaráritun eða full hópréttindi.
Flugvélar með strokkhreyfil tilheyra ekki hópi 1 hér að ofan. Veitt er stök tegundaráritun eða full hópréttindi með eftirfarandi takmörkunum eins og við á:
Pressurized aeroplanes.
Metal structure aeroplanes.
Composite structure aeroplanes.
Wooden structure aeroplanes.
Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.
Fyrir Part 66 skírteinishafa með B3 grunnáritun er eingöngu veitt hópáritun „Piston-engine non-pressurised aeroplanes of 2000 kg MTOM and below“ með eftirfarandi takmörkunum eins og við á:
Metal structure aeroplanes.
Composite structure aeroplanes.
Wooden structure aeroplanes.
Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.
Bóklegt og verklegt nám skal hafa hafist og lokið innan 3 ára frá því að sótt er um tegundaráritun.
Leiðir til að fá tegundar- eða hópáritanir
Til að fá B1, B2 eða C tegundaráritun fyrir loftför sem falla undir hóp 1 þarf að:
Ljúka viðurkenndri tegundarþjálfun frá EASA Part 147 viðhaldskennslufyrirtæki. Viðurkennd tegundarþjálfun samanstendur af bóklegu (theoretical) og verklegu (practical) námi. Því til staðfestingar þarf að liggja viðurkenningarvottorð (Certificate of Recognition).
Ef um fyrstu áritun í flokki/undirflokki er að ræða þarf einnig að ljúka starfsþjálfun á vinnustað (OJT).
Sá sem sækir eingöngu um C tegundaráritun þarf þó ekki að ljúka starfsþjálfun á vinnustað.
Til að fá staka B1 eða C tegundaráritun fyrir loftfar í hópi 2 eru tvær leiðir:
Sækja um tegundaráritun að lokinni viðurkenndri tegundarþjálfun með sama fyrirkomulagi og lýst er fyrir í hóp 1.
Standast tegundarpróf hjá viðurkenndum EASA 147 skóla eða Samgöngustofu og sýna fram á verklega reynslu í kjölfarið.
Mögulegt er að sækja um hópáritun í undirflokkum sem tilheyra hóp 2. Sú hópáritun getur verið bundin við framleiðanda eða hópáritun á viðeigandi undirflokkinn í heild sinni, þ.e.:
Full sub-group 2a
Full sub-group 2b
Full sub-group 2c.
Hópréttindi, bundin framleiðanda („manufacturer sub-group rating“) fyrir B1.1, B1.3, B1.4 og C áritun
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði fyrir a.m.k. tveimur tegundaráritunum á loftför frá sama framleiðanda sem samanlagt eru dæmigerðar fyrir viðkomandi tegund loftfara framleiðanda í undirflokki (sub-group).
Í þeim tilvikum sem loftför í undirflokki (sub-group) frá sama framleiðanda eru ólík gæti þurft fleiri en tvær tegundaráritanir frá sama framleiðanda til að uppfylla skilyrði fyrir hópréttindi, bundin framleiðanda.
Hópréttindi („Full sub-group rating“) fyrir B1.1, B1.3, B1.4 og C áritun
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði fyrir a.m.k. þremur tegundaráritunum á loftför frá mismunandi framleiðendum sem samanlagt eru dæmigerðar fyrir viðkomandi tegund loftfara í undirflokki (sub-group).
Í þeim tilvikum sem loftför í undirflokki (sub-group) frá mismunandi framleiðendum eru ólík gæti þurft fleiri en þrjár tegundaráritanir frá mismunandi framleiðendum til að uppfylla skilyrði fyrir framleiðandahópáritun.
Þrátt fyrir að undir hóp 2 falli ekki loftför úr hópi 1 er mögulegt að fá viðurkenningu (credit) fyrir tegundaráritun af loftfari úr hópi 1 þegar sótt er um hóptegundaráritun eða full hópréttindi.
Til að fá staka B2 tegundaráritun fyrir loftfar í hópi 2, er sama fyrirkomulag og talin eru upp í hóp 2 fyrir skírteinishafa með B1 eða C grunnáritun.
Mögulegt er að fá B2 hópáritun, hvort sem það er hópáritun fyrir ákveðinn framleiðanda eða hópréttindi á undirflokkinn í heild sinni. Þegar sýnt hefur verið fram á verklega reynslu sem felur í sér dæmigerðan þverskurð af viðhaldsverkefnum skírteinisflokksins og viðkomandi undirhóps. Þetta þýðir að það nægir að sína fram á verklega reynslu til að fá B2 hópáritun fyrir loftför í hópi 2.
Til að fá staka B1, B2 eða C tegundaráritun fyrir loftfar í hópi 3 er sama fyrirkomulag og fyrir Loftför sem tilheyra hópi 2 fyrir skírteinishafa með B1 eða C grunnáritun.
Skírteinishafi með B1, B2 eða C grunnáritun getur sótt um „Full group 3“ hópáritun með því að sýna fram á verklega reynslu af viðhaldsverkefnum flugvéla sem falla undir þann hóp. Skírteinishafinn fær þó „Full group 3“ hópáritun með eftirfarandi takmörkunum eins og við á:
Pressurized aeroplanes.
Metal structure aeroplanes.
Composite structure aeroplanes.
Wooden structure aeroplanes.
Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.
Takmörkun er hægt að aflétta þegar sýnt hefur verið fram á verklega reynslu fyrir viðeigandi takmörkun.
Eingöngu er í boði ein tegund af áritun (hópáritun) fyrir skírteinishafa með B3 grunnáritun:
Piston-engine non-pressurised aeroplanes of 2.000 kg MTOM and below.
Skírteinishafi með B3 grunnáritun getur sótt um ofangreinda hópáritun með því að sýna fram á verklega reynslu af viðhaldsverkefnum flugvéla sem falla undir þann hóp með tilsjón af eftirfarandi takmörkunum:
Metal structure aeroplanes.
Composite structure aeroplanes.
Wooden structure aeroplanes.
Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.
Takmörkun er hægt að aflétta þegar sýnt hefur verið fram á verklega reynslu fyrir viðeigandi takmörkun.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa