Gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og vinna sem B2-aðstoðarmaður að viðhaldi sem framkvæmt er á:
Rafeindabúnaði loftfara og rafkerfum.
Verkum tengt rafeindarbúnaði og rafkerfum sem tilheyra fullbúnum hreyflum og vélvirkum kerfum sem krefst aðeins einfaldrar prófunar til að staðfesta nothæfi kerfisins.
Í tilfellum sem ekki falla undir liðina tvo hér að ofan veitir B2 grunnáritun handhafa einnig leyfi til að:
Vottunarréttindi takmarkast við verk sem skírteinishafi hefur sjálfur framkvæmt innan vébanda samþykkts Part 145 viðhaldsfyrirtækis, og takmarkast við þær flugvélategundir sem skírteinishafinn hefur þegar hlotið B2 tegundaráritun á. Nánari lýsing á þessu fyrirkomulagi er að finna í Part 145.A.30 og 35.
Þetta þýðir að B2 skírteinishafi geti vottað minniháttar B1 leiðarviðhald og lagfæringar, svipað og A skírteinishafi getur gert. B2 skírteinið innifelur þó ekki neina A-undirflokka.