Fara beint í efnið

Flugvéltæknar, part 66 skírteini

Umsóknareyðublað EASA form 19

Skráningu á verklegri reynslu

Reglur um skráningu á verklegri reynslu í tengslum við umsókn um grunnáritun í Part-66 skírteini.

Grunnkrafan er að gögn um verklega reynslu staðfesti að umsækjandi uppfylli þann lágmarkstíma sem kveðið er á um í reglugerð.* Ásamt því að reynslan endurspegli dæmigerðan þverskurð viðhaldverkefna við loftför fyrir viðkomandi grunnáritun. Ástæða framangreinds er að þegar kemur að mati á umsókn um grunnáritun þurfa sérfræðingar Samgöngustofu að geta staðfest að kröfur um verklega reynslu séu uppfylltar án þess að fara í sérstaka rannsóknarvinnu. Hið sama á við um allar viðbótar grunnáritanir sem sótt er um síðar. 

Umsækjendur hafa farið ýmsar leiðir til að halda skrá yfir þá vinnu sem unnin er. Ýmis tölvukerfi hafa verið notuð í þessum tilgangi s.s. tölvukerfi undir stjórn viðhaldsaðila og/eða þriðja aðila t.d. Skyhook. Því miður eru þær upplýsingar sem koma til Samgöngustofu úr tölvukerfum viðhaldsfyrirtækja oft þess eðlis að erfitt er að greina í hverju vinnan fólst sem verið er að leggja fram til mats, enda tölvukerfin ekki hönnuð í þeim tilgangi. 

Af þessum ástæðum upplýsir Samgöngustofa umsækjendur að framvegis mun stofnunin endursenda umsóknir þar sem gögn um verklega reynslu eru ekki skýr vegna óskýrrar skráningar. Þetta þýðir að útprentun á skrám gagnagrunna viðhaldsfyrirtækja, með þeim hætti sem hingað til hafa verið lagðar inn, verða endursendar og umsækjandi beðinn að bæta úr skráningu. 

Þá bendir Samgöngustofa umsækjendum sem notast við gögn úr Skyhook tölvukerfinu á að og láta viðkomandi leiðbeinanda kvitta uppá hvert verk til staðfestingar. Samgöngustofa mun ekki lengur taka gilt að einn aðili staðafesti heildarpakkann að lokinni tveggja ára vinnu. Ástæðan er sú að Skyhook er ekki kerfi sem er á ábyrgð viðhaldsfyrirtækisins heldur rekið af þriðja aðila. Þetta þýðir að sá sem er að nota Skyhook þarf að prenta út úr kerfinu reglulega til að láta viðkomandi leiðbeinanda kvitta fyrir þá vinnu sem var unnin. 

Samgöngustofa vekur athygli umsækjenda á skráningarbók (pdf) sem hægt er að hlaða niður til útfyllingar. Skráningarbókin er ekki eina leiðin til að skrá niður vinnu sem unnin er. En hún skýrir vel til hvers er ættlast við skráningu á vinnu sem er lögð fram með umsókn um Part-66 skírteini eða viðbótargrunnáritun. 

  • Framangreindar breytingar tóku gildi 4. mars 2020.

  • *Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1321/2014 frá 26. nóvember 2014 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði, ásamt síðari breytingum. Þær kröfur sem hvíla á umsækjanda og á stofnuninni vegna Part-66 skírteina flugvélatækna eru m.a. í grein 66.A.10, 66.A.30 og 66.B.100

Umsóknareyðublað EASA form 19

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa