Stutta svarið er já, farsældin er fyrir öll börn á Íslandi og fjölskyldur þeirra.
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barns er hins vegar fyrir þau sem þurfa einstaklingsmiðaðan stuðning sem krefst aðkomu ólíkra kerfa.
Með tilkomu farsældarlaganna er lögð áhersla á að styrkja grunnþjónustu í nærumhverfi allra barna.
Þau börn sem þurfa einstaklingsmiðaða þjónustu hafa nú aðgang að tengiliðum og málstjórum farsældar. Þeim er ætlað að leiða foreldra í gegnum þann frumskóg sem kerfið getur verið. Hlutverk þessara aðila er vel skilgreint og þeir eiga hafa svigrúm og tíma til að sinna hlutverki sínu í þágu farsældar barns.
Það hvar tengiliður starfar ræðst af aldri barns:
Á meðgöngu og á ungbarnaskeiði: Starfsmaður heilsugæslu – til dæmis ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd.
Í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla: Starfsmaður skólans – til dæmis deildarstjóri, þroskaþjálfi eða námsráðgjafi.
Fyrir börn og ungmenni sem ekkert af ofantöldu á við: Tengiliður hjá félagsþjónustu síns sveitarfélags.
Nánar um tengiliði og hlutverk þeirra á vefnum Farsæld barna.
Stutta svarið er nei, það þurfa ekki öll mál að vera samþætt svo barn geti fengið aðstoð og stuðning. Í einhverjum tilvikum nægir stuðningur á grunnstigi sem öll börn hafa aðgang að.
Fyrir þau börn sem þurfa frekari aðstoð og talið er að samþætting þjónustu sé í þágu farsældar barnsins er hægt að leggja fram beiðni þess efnis.
Nei, alls ekki. Ef það er starfrækt teymi í kringum barn og teymisvinnan og samstarfið gengur vel er óþarfi að óska eftir samþættingu þjónustu.
Hins vegar ef það koma upp hnökrar í samstarfinu og erfiðleikar með samvinnu á milli ólíkra kerfa er tilefni til að skoða hvort samþætting þjónustu yrði í þágu farsældar barnsins.
Samþætting þjónustu er tilboð til barna og fjölskyldna þeirra en ef foreldrar kjósa geta þeir sjálfir sótt þjónustu á borð við einstaklingsmiðaðan stuðning, en þá er hún ekki samþætt.
Lögin koma ekki í staðinn fyrir þjónustu sem þegar ber að veita, heldur eru þau ætluð sem viðbót til að greiða götu barna og foreldra, tryggja heildarsýn lykilaðila og til þess að þeir sem veita þjónustu vinni saman að hagsmunum barnsins.
Beiðni um miðlun upplýsinga er eyðublað sem foreldri og/eða barn útfyllir sem heimilar þjónustuveitanda eða þeim sem veitir almenna þjónustu í þágu farsældar barns, að taka saman upplýsingar um aðstæður barns og miðla þeim til tengiliðar. Eyðublaðið heimilar eingöngu þessa tilteknu miðlun til þessa tiltekna tengiliðar. Tengiliður hefur ekki heimild til að hafa samband við aðra en foreldra og/eða barn þegar hann hefur móttekið upplýsingarnar.
Beiðni um samþættingu þjónustu er eyðublað sem foreldri og/eða barn fyllir út þar sem óskað er eftir að þjónusta við barn verði samþætt. Beiðnin heimilar tengiliðum, málstjórum, þjónustuveitendum og þeim sem veita þjónustu í þágu farsældar barns að vinna upplýsingar um barn til að tryggja því skipulagða og samfellda þjónustu.
Nei, það er ekki nauðsynlegt í öllum tilvikum.
Beiðni um miðlun upplýsinga er eyðublað fyrir þá sem miðla upplýsingum að ósk foreldra til tengiliðar og/eða málstjóra farsældar. Ef foreldrar kjósa að leita milligöngulaust til tengiliðar á ekki að fylla út beiðni um miðlun upplýsinga.
Samþætting þjónustu getur þó ekki hafist fyrr en búið er að fylla út beiðni um samþættingu þjónustu á viðeigandi eyðublaði.
Í farsældarlöggjöfunni er ekki að finna einfalt svar við þessari spurningu. Þetta verður að skoða í samhengi við önnur lög þar sem mál barnsins fellur undir, t.d. barnalög, barnaverndarlög og lög um sjúklinga.
Sumt miðast við báða foreldra og annað miðast við lögheimilisforeldra. Ávallt skal hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi.
Nei það er ekki eitt af hlutverkum tengiliðar farsældar að setja saman og stýra stuðningsteymi farsældar.
Hlutverk tengiliðar farsældar er gera frummat á þjónustuþörf barns og fjölskyldu sem leita til hans og meta með þeim hvort þörf er á samþættingu þjónustu. Ef samþætting þjónustu er í þágu farsældar barnsins er það hlutverk tengiliðar að skipuleggja og fylgja eftir markvissri samvinnu þjónustuveitenda um snemmtækan stuðning. Hann þarf að þekkja úrræði á fyrsta þjónustustigi og geta komið auga á hvaða úrræði gætu nýst foreldrum og/eða barni við lausn áskorana sem þau standa frammi fyrir. Hægt er að horfa á tengilið sem leiðsögumann fyrir fjölskylduna sem leiðir þau áfram og greiðir leið þeirra í gegnum flókin kerfi sem koma að þjónustu við barnið.
Það er ekki eitt að hlutverkum tengiliðar að setja saman stuðningsteymi, gera stuðningsáætlun og stýra teymisvinnu hvorki á fyrsta, öðru eða þriðja þjónustustigi. Ef metið er svo að nauðsynlegt sé að setja saman stuðningsteymi ætti tengiliður að spegla málið við málstjóra farsældar og meta hvort þörf er á að færa málið yfir til hans. Ef það er niðurstaðan þá tekur málstjóri farsældar við, setur saman stuðningsteymi, gerir stuðningsáætlun og stýrir vinnu stuðningsteymis.
Þjónustuaðili
Barna- og fjölskyldustofaTengd stofnun
Mennta- og barnamálaráðuneytiðTengd stofnun
Miðstöð menntunar og skólaþjónustuTengd stofnun
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála