Fara beint í efnið

Erfðaskrár

Erfðaskrá er skriflegur, formbundinn löggerningur um ráðstöfun eigna eftir andlát eða með fyrirframgreiddum arfi.

Einstaklingur getur ráðstafað eignum sínum til erfingja með erfðaskrá.

Erfðaskrá verður að vera skrifleg og efni hennar og undirritun að vera í samræmi við skilyrði erfðalaga. Arfleifandi verður að undirrita erfðaskrá hjá lögbókanda (sýslumanni) eða í viðurvist tveggja arfleiðsluvotta.

Sýslumenn útbúa ekki erfðaskrár og mælt er með því að sá sem ætlar að gera erfðaskrá fái aðstoð lögmanns við gerð hennar.

Vottun á erfðaskrá

Arfleifandi getur óskað eftir að fá að undirrita erfðaskrá sína hjá lögbókanda (sýslumanni). Erfðaskráin skal vera í tveimur eintökum og verður eitt eintak hennar varðveitt hjá sýslumanni. Framvísa þarf persónuskilríkjum. Ekki þarf að panta viðtalstíma fyrirfram til að fá lögbókandavottun á erfðaskrá. Greiða þarf kr. 5.400 fyrir lögbókandavottun.

Ef undirritun á erfðaskrá er vottuð af tveimur arfleiðsluvottum þurfa vottarnir að vera orðnir 18 ára, áreiðanlegir og við góða andlega heilsu. Arfleiðsluvottar þurfa að vera hæfir til að votta erfðaskránna, sjá nánar 41. gr. erfðalaga.

Eftirfarandi þarf að koma fram í arfleiðsluvottorði:

  1. arfleiðandi hafi kvatt til votta um að votta erfðaskrá sína.

  2. arfleifandi hafi ritað undir erfðaskrá að þeim báðum viðstöddum.

  3. vottum sé kunnugt um að skjalið sé erfðaskrá.

  4. arfleifandi hafi verið svo heill heilsu andlega að hann hafi verið hæfur til að gera erfðaskrá.

  5. önnur atriði sem áhrif geta haft á mat á gildi erfðaskrár, ef það á við.

  6. staður og dagsetning þegar vottun fer fram og hvenær arfleifandi undirritaði erfðskránna.

  7. heimilisföng votta.

Vottar þurfa að undirrita arfleiðsluvottorðið með nafni og kennitölu.

Sömu skilyrði þurfa að koma fram í vottorði lögbókanda og gildir um arfleiðsluvottorð hér að ofan.

Ef arfleifandi er ólæs, skal lesa erfðaskránna fyrir hann.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15