Fara beint í efnið

Akstur og bifreiðar

Endurnýjun ökuskírteina og útgáfa fullnaðarskírteinis

Sækja um ökuskírteini

Umsókn um útgáfu fullnaðarskírteinis og endurnýjun ökuskírteinis við lok gildistíma má afhenda sýslumanni, óháð því hvar umsækjandi hefur búsetu.

Umsókn skal fylgja passamynd og heilbrigðisyfirlýsing eða læknisvottorð eftir atvikum.

Áður en fullnaðarskírteini er gefið út skal ökumaður fara í akstursmat, þar sem kannað er hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans.

Kostnaður

8.000 krónur.

Skilyrði

  • Ökumaður hafi haft bráðabirgðaskírteini samfellt í að minnsta kosti eitt ár.

  • Ökumaður hafi ekki á síðustu 12 mánuðum fengið punkta í punktakerfi vegna umferðarlagabrota eða verið án ökuréttar vegna sviptingar.

  • Ökumaður hafi farið í akstursmat og fengið að því loknu umsögn ökukennara þar sem mælt er með útgáfu fullnaðarskírteinis.

Umsóknarferli

Fylla þarf út umsókn um endurnýjun ökuskírteinis. 

Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða eigi við annan heilsufarsvanda að stríða sem getur haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. 

Ef bráðabirgðaskírteinið þitt er að renna út og þú ert með punkt getur þú sótt um endurnýjun á bráðabirgðaskírteininu og fengið annað þriggja ára skírteini. Þú þarft ekki að fara í akstursmat fyrr en þú getur sótt um fullnaðarskírteinið.

Bráðabirgðaskírteini kostar 4.000 krónur.

Sækja um ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Lögreglan