Fara beint í efnið

Endurnýjun ökuskírteina fyrir 70 ára og eldri

Sækja um endurnýjun ökuskírteinis

Almenn ökuréttindi þarf að endurnýja við 70 ára aldur. Nýja ökuskírteinið gildir í 5 ár ef það er endurnýjað fyrir 70 ára afmælisdaginn. Annars gildir það í fjögur ár. 

Eftir þarf að endurnýja það reglulega og á árs fresti eftir 80 ára aldur. 

Ef meira en 2 ár líða frá því að ökuréttindi renna úr gildi þarf viðkomandi að taka próf í aksturshæfni áður en réttindin fást endurnýjuð.

Gildistími ökuskírteina fyrir einstaklinga 70 ára og eldri:

Aldur umsækjanda // Gildistími

<70 ára // 5 ár

70 ára // 4 ár

71 árs // 3 ár

72 ára - 79 ára // 2 ár

80 ára eða eldri // 1 ár

Kostnaður  

Endurnýjun ökuskírteinis fyrir 65 ára og eldri kostar 1.650 krónur.  

Hvaða gögnum þarf að skila?

Til að endurnýja ökuskírteinið þarf að: 

  • fylla út umsókn um endurnýjun

  • skila inn læknisvottorði frá heimilislækni (má ekki vera eldra en 3 mánaða)

  • skila inn passamynd á ljósmyndapappír, 3,5 x 4,5 sentimetrar, hlutlaus bakgrunnur og einstaklingur snýr beint fram

Gögnunum er skilað inn til skrifstofu sýslumanns sem kannar hvort skilyrði til endurnýjunar ökuskírteinis eru fyrir hendi. Nýtt skírteini kostar 1.650 krónur. 

Læknisvottorð

Heimilislæknir athugar meðal annars sjón, heyrn, hreyfigetu og annað sem getur haft áhrif á aksturshæfni. Sú staða getur komið upp að læknir vilji ráðfæra sig við annað fagfólk eða telji ekki rétt að endurnýja ökuskírteinið. 

Próf í akstursfærni

Sýslumaður getur ákveðið að fara skuli fram próf í aksturshæfni. Það er athugun á öryggi í umferðinni þar sem prófdómari fer með umsækjanda í stutta ökuferð.

Prófdómari skilar niðurstöðu í formi umsagnar til sýslumanns um að ökuskírteinið skulu:

  • endurnýjað óbreytt

  • endurnýjað með einhverjum skilyrðum eða takmörkunum

  • endurnýjað eftir að umsækjandi stenst próf í aksturshæfni

  • ekki endurnýjað

Takmörkun ökuréttinda

Ökuskírteini má gefa út til styttri tíma en fram kemur hér á undan. Það má líka takmarka ökuréttindi við ökutæki af sérstakri gerð eða með sérstökum búnaði, ef nauðsyn krefur til að auka öryggi í akstri. Takmörkunin kemur þá fram á ökuskírteini með sérstakri tákntölu. 

Sækja um endurnýjun ökuskírteinis

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Lögreglan