Fara beint í efnið

Endurnýjun ökuskírteina fyrir 70 ára og eldri

Sækja um endurnýjun ökuskírteinis

Almenn ökuréttindi þarf að endurnýja við 70 ára aldur. Eftir 70.ára aldur þarf að endunýja ökuskírteini reglulega, þar sem gildistími ökuskírteina er styttri.

Ferli umsóknar

Til að endurnýja ökuskírteini þarf að: 

  • fylla út umsókn um endurnýjun (pdf)

  • Útvega öll fylgigögn sem þarf að fylgja með umsókninni

  • Skila öllum gögnunum til skrifstofu sýslumanns

  • Sýslumaður kannar hvort skilyrði til endurnýjunar ökuskírteinis eru fyrir hendi. 

Gildistími ökuskírteina fyrir 65 ára og eldri:

Aldur

Gildistími

65. ára til 70. ára

5. ár

70. ára

4. ár

71.árs

3. ár

72. ára til 79. ára

2. ár

80. ára eða eldri

1. ár

Ef meira en 2 ár líða frá því að ökuréttindi renna úr gildi, þarf viðkomandi að taka próf í aksturshæfni áður en réttindin fást endurnýjuð.

Kostnaður

Endurnýjun ökuskírteinis fyrir 65 ára og eldri kostar 1.800 krónur. 

Upplýsingar fyrir eldri ökumenn

Sækja um endurnýjun ökuskírteinis

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Ábyrgðaraðili

Samgöngu­stofa