Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir hugsanlegt fórnarlamb mansals

Hverjir eru gerendur mansals

Fórnarlömb mansals sjá stöðu sína oft sem afleiðingu eigin gjörða og slæmra ákvarðana og telja sig jafnvel skuldbundin þeim sem hagnýta sér þau. Það er nauðsynlegt að fórnarlambið geri sér grein fyrir að það er fórnarlamb glæps og ber ekki ábyrgð á aðstæðum sínum.

Gerandinn getur verið hver sem er, jafnvel maki þinn, annar fjölskyldumeðlimur, yfirmaður þinn eða einhver sem lætur eins og vinur þinn.

Einstaklingur sem þú telur að hafi hjálpað þér úr slæmum aðstæðum getur í raun verið að misnota þig. Þér finnst þú jafnvel standa í þakkarskuld við viðkomandi og þannig tekst gerandanum að halda þér föstum í aðstæðunum.

Öll aðkoma að mansali er bönnuð, bæði ráðning, flutningur, útvegun gistingar og móttaka viðkomandi.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun