Fara beint í efnið

Starfsleyfi bílaleigu

Umsókn um starfsleyfi bílaleigu

Einkaleigur

Einkaleiga er starfsemi sem rekin er í atvinnuskyni þar sem einstaklingar geta boðið til
leigu, að jafnaði til skemmri tíma, skráningarskylt ökutæki í persónulegri eigu
með milligöngu leigumiðlunar.

Skilyrði fyrir starfsleyfi einkaleigu eru eftirfarandi:

1. Umsækjandi eða forsvarsmaður lögaðila þarf að framvísa sakavottorði, sem er afgreitt hjá viðkomandi sýslumannsembætti.
2. Sýna þarf fram á starfsábyrgðartrygging frá viðurkenndu tryggingarfélagi.
3. Umsækjandi eða forsvarsmaður lögaðila þarf að framvísa búsetutímavottorði, sem er afgreitt hjá Þjóðskrá eða á island.is (lögheimilissaga)
4. Umsækjandi eða forsvarsmaður lögaðila þarf að framvísa búsforræðisvottorði frá viðkomandi héraðsdómstól.
5. Við endurútgáfu þarf umsækjandi að skila inn afriti af eldra starfsleyfi.
6. Umsækjandi þarf að hafa tilkynnt starfsrekstur til Skattsins en atvinnugreinaflokkun viðkomandi reksturs þarf að tengjast atvinnugreininni með einhverjum hætti.
7. Sýna þarf fram á að umsækjandi sé ekki í skuld sem nemur meira en kr. 500.000 með opinber gjöld eða skatta við innheimtuaðila ríkissjóðs (Skatturinn) og iðgjöld í lífeyrissjóð.

Athuga þarf að áður en ökutæki eru leigð út þarf að tilkynna viðkomandi ökutæki til Samgöngustofu hverju sinni og það þarf að vera skráð í notkunarflokknum ökutækjaleiga.

Hver einstaklingur getur verið með allt að tvö ökutæki á eigin kennitölu til útleigu í gegnum einkaleigu sem er með starfsleyfi í gildi.

Kostnaður við starfsleyfi einkaleigu er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 89.880 krónur
Afgreiðsla starfsleyfis einkaleigu er allt að 15 virkir dagar.



Umsókn um starfsleyfi bílaleigu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa