Fara beint í efnið

Sýslumenn: Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Hvers vegna er kaupverðið 95% af brunabótamati?

Við uppgjör bóta hjá NTÍ er miðað við brunabótamat en frá því dragast eigin áhætta (2%), förgunarkostnaður (sem er misjafnlega hár) og áhvílandi íbúðalán.

Í frumvarpinu er miðað við 95% af brunabótamati, sem grunnviðmið í samræmi við NTÍ, en frá þeirri fjárhæð dragast áhvílandi íbúðalán. Horft er til þess að ríkið tekur á sig áhættuna af eignarhaldinu, rekstrarkostnað og ekki er útilokað að farga þurfi húsunum á einhverjum tímapunkti. Að auki er gert ráð fyrir að ríkið beri kostnað af viðskiptunum en ekki seljendur eins og venjan er í fasteignaviðskiptum.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?