Sýslumenn: Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík
Hvað er kaupréttur?
Kaupréttur veitir þér rétt til að kaupa húsnæðið aftur að fullu hvenær sem er á gildistímanum. Þú getur farið fram á það við félagið að gengið verði til kaupsamningsgerðar.
Kaupverð nemur 95% af skráðu brunabótamati þegar kaupréttur er nýttur nema sérstök rök séu til lækkunar.
Það þýðir að ef félagið fær og samþykkir kauptilboð í húsnæðið á gildistímanum þá verður þér tilkynnt um það og þér boðið að nýta kaupréttinn. Svara þarf tilboði innan 15 daga. Ef þú kýst að nýta ekki kaupréttinn þá fellur forgangsrétturinn þar með niður.
Frekari upplýsingar um forgangsrétt.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?