Fara beint í efnið

Sýslumenn: Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Hvað er forleiguréttur?

Forleiguréttur felur í sér að þú hafir forgang í að leigja húsnæðið ef félagið kýs að setja það í útleigu.

Félagið mun þá bjóða þér að nýta réttinn og leigja húsnæðið á því leiguverði og með þeim leiguskilmálum sem tilgreindir verða í tilboðinu. Svara þarf tilboði innan 15 daga. Ef tilboði er synjað eða ekki svarað er félaginu heimilt að leigja húsnæðið til annars aðila.

Þó þú kjósir að nýta ekki forleiguréttinn einu sinni getur þú nýtt hann ef húsnæðið verður sett í útleigu síðar á gildistímanum.

Við sölu húsnæðis fellur forleigurétturinn niður.

Frekari upplýsingar um forgangsrétt.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?