Sýslumenn: Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík
Hvað á að fylgja með íbúð?
Líkt og í hefðbundnum fasteignaviðskiptum gilda að mestu almennar reglur við kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar á meðal hvað telst til fylgifé fasteignar.
Fylgifé íbúðarhúsnæðis eru varanlegar innréttingar og/eða búnaður sem er skeytt varanlega við fasteignina eða sérstaklega sniðin að henni.
Til að nefna dæmi þá á þetta meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Nánari upplýsingar um fasteignakaup má sjá í lögum nr. 40/2002, gr. 24 fyrir fylgifé.
Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík er byggt á lögum nr. 16/2024.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?