Sýslumenn: Kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík
Hvað fæ ég greitt fyrir eignina mína?
Fjárhæðin verður 95% af brunabótamati eignarinnar á kaupdegi. Þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði í smíðum er miðað við 95% af áætluðu endurstofnsverði miðað við framvindustig (byggingarstig).
Endurstofnsverð er áætlun á því hvað kostar að byggjað húsnæðið aftur.
Eftirtaldir liðir dragast frá áður en til útgreiðslu kemur:
Áhvílandi lán vegna öflunar húsnæðis eða endurbóta á því
Óski seljandi þess að Fasteignafélagið Þórkatla taki yfir lán lánastofnunar sem hvílir á húsnæðinu dregst það frá greiðslu. Ef áhvílandi lán eru vegna annars en húsnæðisins yfirtekur Fasteignafélagið Þórkatla þau ekki.Greiddar bætur frá NTÍ
Hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands þegar greitt vátryggingabætur vegna húsnæðisins dragast þær frá greiðslunni.Gjaldfallnar skuldir
Skuldir sem fallnar eru í gjalddaga við kaupin og tengjast eignarhaldi íbúðarhúsnæðisins, til dæmis húsfélagsgjöld, rafmagn, hiti o.fl, skulu gerðar upp af seljanda.Verðmæti eignar hefur minnkað
Við ákvörðun fjárhæðar greiðslu er tekið tillit til þess ef verðmæti eignar hefur rýrnað vegna ráðstafana seljanda áður en samningur komst á. Rýrnun getur til dæmis falist í að eigandi hafi fjarlægt svokallað fylgifé fasteignarinnar, hluti sem eiga almennt að fylgja með við sölu. Dæmi um þetta eru innréttingar, eldavél, ofn og önnur innfeld tæki, ljósleiðari og fleira þess háttar í samræmi við viðteknar venjur í fasteignaviðskiptum.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?