Fara beint í efnið

Stofnun hefur áhuga á að nýta pósthólf Ísland.is

Árið 2021 voru samþykkt lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Með þeim er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum stafrænt pósthólf á Ísland.is.

Unnin hefur verið áætlun um innleiðingu stafræna pósthólfsins fyrir stofnanir sem miðar að því að árið 2025 geti einstaklingar og fyrirtæki nálgast öll helstu gögn frá hinu opinbera í pósthólfinu. Markmið laga um stafrænt pósthólf er að bæta opinbera þjónustu, auka gegnsæi við meðferð mála og tryggja örugga leið til að miðla gögnum til einstaklinga og fyrirtækja. Innleiðing laganna mun að auki hafa jákvæð áhrif á umhverfið þar sem stafræn samskipti krefjast hvorki pappírsnotkunar né ferða á milli staða.

Hvernig gerast opinberir aðilar skjalaveitendur í stafrænt pósthólf á Ísland.is?

Umsókn fyrir opinbera aðila að pósthólfi



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: