Stafrænt Ísland: Þjónusta Ísland.is
Hvaða umboð eru til staðar?
Þau umboð sem eru til staðar á Ísland.is eru eftirfarandi.
Athugið að hvert umboð getur haft nokkur hlutverk:
Mínar síður: Veitir ákveðinn aðgang að mínum síðum lögaðila eftir því hvert hlutverk er notað:
Allsherjarumboð:
Hefur heimild til að skoða allt undir Mínum síðum á Ísland.is ásamt pósthólfinu.
Pósthólf:
Hefur heimild til að skoða þau skilaboð sem eru í pósthólfinu á Ísland.is.
Launafulltrúi:
Hefur heimild til að skoða launagreiðendakröfur innan Fjármála sem sýna opinber gjöld utan staðgreiðslu sem dregin eru af starfsmönnum.
Bókari:
Hefur heimild til að skoða stöðu við ríkissjóð og stofnanir, hreyfingar, greiðsluseðla og greiðslukvittanir innan Fjármála. Starfsmenn sveitarfélaga fá heimild til að skoða útsvar sem skilað er til sveitarfélagsins.
Fjármálastjóri:
Hefur heimild til að skoða allt innan Fjármála, þ.e. stöðu við ríkissjóð og stofnanir, hreyfingar, greiðsluseðla, greiðslukvittanir og Launagreiðendakröfur. Fjármálastjóri sveitarfélags sér einnig útsvar sem skilað er til sveitarfélagsins.
Samráðsgátt: Veitir aðgang að því að skila inn umsögn fyrir lögaðila.
Umsagnarkerfi: Veitir aðgang að leyfisveitingagátt sem umsagnaraðili.
Umsóknarkerfi: Veitir aðgang sem umsækjandi að öllum umsóknum fyrir lögaðila. Umboð fyrir umsóknarkerfi er mest notaða umboðið, það þarf fyrir allar umsóknir sem krefjast innskráningar með rafrænum skilríkjum.
Umsýslukerfi: Veitir aðgang að leyfisumsóknum.
Öryggisbrestur: Veitir aðgang að því að tilkynna um öryggisbrest.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Stafrænt Ísland