Fara beint í efnið

Stafræn umsókn um fæðingarorlof - Staðfestingarpóstur berst ekki til maka

Staðfestingarpóstur berst einungis til maka ef óskað var eftir sameiginlegum dögum.

Athugið að pósturinn gæti hafa farið í Spam, promotions eða aðra möppu sem póstforritið síar út. Gott er að nota leitina í póstforritinu.

Ef pósturinn finnst ekki, er hægt að fara inn í umsóknina og velja "Breyta umsókn" - þá fer umsóknin í draft mode og hægt að gera breytingar.

Þá er hægt að velja um tvær aðferðir:

  1. Yfirfara hvort rétt netfang sé skráð og velja aftur "Senda inn umsókn" - Þá ætti að fara aftur póstur á það netfang sem er skráð.

  2. Ef póstur finnst alls ekki getur þú skráð þitt eigið netfang og áframsent póstinn til maka (Passa að ýta ekki á hlekkinn í póstinum - Mikilvægt!)

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: