Stafrænt Ísland: Fæðingarorlofssjóður
Stafræn umsókn um fæðingarorlof - Staðfestingarpóstur berst ekki til vinnuveitanda
Staðfestingarpóstur berst til vinnuveitanda eftir að maki hefur samþykkt.
Athugið að pósturinn gæti hafa farið í Spam, promotions eða aðra möppu sem póstforritið síar út. Gott er að nota leitina í póstforritinu.
Ef pósturinn finnst ekki, er hægt að fara inn í umsóknina og velja "Breyta umsókn" - þá fer umsóknin í draft mode og hægt að gera breytingar.
Þá er hægt að velja um tvær aðferðir:
Yfirfara hvort rétt netfang sé skráð og velja aftur "Senda inn umsókn" - Þá ætti að fara aftur póstur á það netfang sem er skráð.
Ef póstur finnst alls ekki getur þú skráð þitt eigið netfang og áframsent póstinn til vinnuveitanda (Passa að ýta ekki á hlekkinn í póstinum - Mikilvægt!)
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Stafrænt Ísland