Stafrænt Ísland: Fæðingarorlofssjóður
Hvenær get ég tekið fæðingarorlof?
Hægt er að hefja töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns og nýta þarf rétt til fæðingarorlofs áður en barn nær 24 mánaða aldri.
Fæðingarorlof getur styst, verið tvær vikur (hálfur mánuður) í senn.
Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku fæðingarorlof 8 vikum fyrir upphaf fæðingarorlofs.
Ekki þarf að tilkynna hvernig þú vilt nýta alla þá mánuði sem þú átt rétt á, en hafa þarf í huga að skipting fæðingarorlofs á fleiri tímabil er samkomulag við vinnuveitanda.
Hægt er að gera breytingu á áður tilkynntu fæðingarorlofi með því að senda eyðublaðið: Breyting og/eða nýtt tímabil á tilhögun fæðingarorlofs. Eyðublaðið þarf að vera undirritað af þér og vinnuveitanda.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Stafrænt Ísland