Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Eignin mín
Hvað er skipulagsgjald?
Skipulagsgjald er gjald sem er hugsað handa sveitarfélögum til að standa straum af kostnaði við skipulagningu lóða. Skipulagsgjald er greitt einu sinni af öllum nýbyggðum húsum og viðbyggingum við hús þar sem brunavirði eykst sem nemur að minnsta kosti 20% af heildar brunabótamati. Skipulagsgjald nemur 0,3% af brunabótamati.
Skipulagsgjald er innheimt af Skattinum á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn annast innheimtu utan höfuðborgarsvæðisins.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?