Húsnæðis- og mannvirkjastofnun: Eignin mín
Hvernig er fasteignamat reiknað?
Fasteignamat er reiknað á marga mismunandi vegu eftir tegundum fasteigna. Meginreglan er sú að fasteignamat hverrar fasteignar á hverju ári er metið út frá kaupverði sambærilegra fasteigna á sömu markaðssvæðum á síðasta ári, að teknu tilliti til stærðar, aldurs og ástands eignarinnar.
Tegundir fasteigna sem ganga ekki kaupum og sölu á virkum markaði eru metnar með öðrum leiðum, en fasteignamat slíkra eigna miðar einnig að því að meta hugsanlegt söluverð þeirra út frá stærð, staðsetningu, aldri og ástandi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?