Fyrir Grindavík: Fyrirtæki
Meindýravarnir
Skemmd holræsakerfi, fjarvera manna, hunda og katta, sprungur í byggingum og röskun á sorphirðu getur aukið hættu á músa- og jafnvel rottugangi. Mikilvægt er að sýna fyllstu aðgát vegna þessa með því að aðgæta að þéttleika hurða, glugga o.þ.h., ganga vel frá sorpi og nýta heppilegar meindýravarnir. Athuga þarf hvort gildrur séu fullar eftir að bærinn var nánast mannlaus. Mælt er með því að nýta þjónustu meindýraeyða.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?