Fara beint í efnið

Fráveitulagnir fasteigna

Ekki er hægt að útiloka að fráveitulagnir innandyra, í húsgrunnum og innan lóðar hafi laskast. Rekstraraðilar þurfa að fullvissa sig um að þessi búnaður haldi vatni til að koma í veg fyrir mengun og tjón á fasteignum. Fyrirtæki geta hafið starfsemi ef fráveita er í lagi. Það er á ábyrgð fyrirtækja að kanna og meta lagnir frá húsi og út í götu. Mælst er til þess að fyrirtæki sendi til heilbrigðiseftirlits samantekt um hvaða þættir voru skoðaðir og hverjir framkvæmdu skoðun, þ.e.a.s. hvort um hafi verið að ræða löggilta aðila eður ei. Þurfi fyrirtæki frekari leiðbeiningar eða aðstoð um þá þætti sem þarf að skoða má senda tölvupóst á hes@hes.is og óska eftir frekari leiðbeiningum fyrir sína starfstöð. Einnig getur fyrirtækið óskað eftir að fulltrúi HES komi í eftirlit á starfstöðina sé fyrirtækið ekki með á hreinu hvaða þætti þarf að skoða.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is
Opnunartími:
10:30 - 12:00 mán-fim

Þjón­ustu­vefur

Spurt og svarað