Aðstoð við sjálfviljuga heimför
Enduraðlögunaráætlun Evrópusambandsins (EURP)
Enduraðlögunaráætlun Evrópusambandsins (EURP) býður upp á stuðning til fyrrum umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem snúa sjálfviljugir aftur til heimalanda sinna, með sérstakri áherslu á Venesúela, Kólumbíu og Brasilíu.
Umfang og upphæð EURP aðstoðar
EURP-áætlunin býður bæði upp á skammtímaaðstoð, sem er veitt á fyrstu dögunum eftir komu til heimalands (aðstoð eftir heimkomu), og langtímaaðstoð, sem er veitt í allt að 12 mánuði frá heimkomu til að aðstoða við enduraðlögun (aðstoð við enduraðlögun).
Aðstoð eftir heimkomu
Skammtímaaðstoðin nær yfir nauðsynlegar þarfir fyrstu dagana eftir komu og getur falið í sér:
Móttöku á flugvelli.
Flutning á áfangastað.
Gistingu eftir þörfum áður en komið er á endanlegan áfangastað.
Læknisaðstoð.
Aðstoð við fjölskyldusameiningu.
Skammtímaaðstoð getur verið veitt í reiðufé, þjónustu, eða hvoru tveggja. Fjárhagsleg aðstoð sem EURP veitir er sem hér segir:
Við komu munt þú fá andvirði 615 evra í reiðufé og/eða þjónustu til að mæta brýnustu þörfum þínum.
Aðstoð við enduraðlögun
Langtímaaðstoð er eingöngu veitt í formi hlunninda eða þjónustu og er í boði í allt að 12 mánuði eftir heimkomu.
Langtímaaðstoð enduraðlögunaráætlunar Evrópusambandsins getur falið í sér eftirfarandi þjónustu:
Aðstoð við að stofna fyrirtæki.
Langtíma húsnæðisaðstoð og tengdan kostnað.
Félagslegan og lagalegan stuðnings sem og læknisaðstoð.
Aðstoð við atvinnuleit.
Skólagöngu og tungumálakennslu.
Tækni- og starfsþjálfun.
Sálfélagslegan stuðning.
Ef þú ferð sjálfviljugur/sjálfviljug, getur þú fengið 2.000 € í fríðu og 1.000 € í fríðu fyrir hvern fjölskyldumeðlim á framfæri þínu eftir að þú snýrð aftur til upprunalands þíns.
Ráðgjöf samstarfsaðila EURP fyrir heimför
Hægt er að hafa samband við alla samstarfsaðilar EURP fyrir heimför. Samtal við þá gerir þeim sem vilja snúa aftur heim kleift að undirbúa sig betur fyrir heimkomuna.
Þessi valfrjálsu samskipti fyrir heimför, sem fara fram á tungumáli viðkomandi lands, styðja við þá sem snúa aftur heim með því að hjálpa þeim að skilja enduraðlögunarferlið og spyrja spurninga um EURP áætlunina.
Samtalið snýst aðallega um að skipuleggja heimkomuna, ræða raunhæf markmið varðandi enduraðlögun og íhuga aðrar sérstakar þarfir. Sérsniðin enduraðlögunaráætlun, sem venjulega er kynnt og fyllt út í EURP-umsókn, er síðan þróuð nánar í samstarfi við staðbundna samstarfsaðila eftir heimkomuna.
Meðal samstarfsaðila EURP fyrir Venesúela, Kólumbíu og Brasilíu eru Caritas International Belgium og IRARA.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun