Götulokanir í Reykjavík vegna Norðurlandaráðsþings
Spurt og svarað
Þingið fer fram dagana 28.-31. október að mestu á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Yfirskrift þingsins í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Nánari upplýsingar um þingið og dagskrá þess má nálgast á vef Alþingis: Þing Norðurlandaráðs 2024 - Friður og öryggi á norðurslóðum | Norrænt samstarf
Þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburðurinn á árinu en þar koma saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Í heild sinni verða gestir þingsins rúmlega 600.
Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti lokast einnig. Tjarnargata á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað.
Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður einnig lokað fyrir allri umferð.
Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14 og verður um tvístefnuakstur að ræða um opna hlutann á Tjarnargötu.
Tímabil götulokana:
Mánudagur 28. október frá kl. 08:00
Miðvikudaginn 30.október kl. 16:00 verður öllum lokunum aflétt
Tímabil lokunar bílastæðahúss við Ráðhús Reykjavíkur:
Mánudagur 28. október frá kl. 08:00
Miðvikudaginn 30.október kl. 16:00 verður lokun aflétt
Lokanir við Þingvelli mánudaginn 28. október:
Vegna fundar forsætisráðherra Norðurlandanna verða verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli mánudaginn 28. október. Þá verður öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð.
Fundurinn er haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem er haldið í sömu viku.
Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar.
Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut
Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð.
Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis.
Vegna götulokana munu leiðir 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 55 aka hjáleið þar sem Vonarstræti verður lokað. Gildir þetta frá kl. 8:00 frá mánudeginum 28. október til kl. 16:00 miðvikudaginn 30. október.
Leiðir 1, 2, 3, 6, 11 og 12 munu aka hjáleið um Skothúsveg og Fríkirkjuveg.
Óvirkar biðstöðvar: Ráðhúsið
Leið 13 mun fara hjáleið um Mýrargötu og Ægisgötu á leið út á Öldugranda. Á leið sinni til Sléttuvegar fer leiðin hjáleið um Suðurgötu, Skothúsveg og Fríkirkjuveg.
Óvirkar biðstöðvar: Ráðhúsið
Leið 55 mun aka hjáleið um Sóleyjargötu og Skothúsveg.
Óvirkar biðstöðvar: Ráðhúsið og Hallargarður
Nánari upplýsingar má finna hér: Áhrif Norðurlandaþings á Strætó – Strætó
Gera má ráð fyrir einhverjum umferðartöfum vegna umferðarfylgda þessa daga. Almenningur ætti að reikna með lengri ferðatíma á milli staða þessa daga einkum innan höfuðborgarsvæðisins.
Mikil öryggisgæsla verður á meðan Norðurlandaráðsþingið stendur yfir dagana 28. – 31. október. Lögregla mun sinna öryggisgæslu á meðan þinginu stendur og verða þeir lögreglumenn sem koma að öryggisgæslunni vopnaðir. Verkefnið hefur ekki áhrif á viðbragðsgetu lögreglu.
Íslenska ríkið, og þar af leiðandi lögreglan, hefur ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja.
Öryggisgæsla er alltaf á ábyrgð þess lands sem viðkomandi er gestkomandi í og tekur mið af alþjóðlegum kröfum við skipulag á fjölþjóðlegum viðburðum af þessari stærðargráðu.
Erlendir þjóðarleiðtogar sem koma í opinberar heimsóknir til Íslands njóta svokallaðs úrlendisréttar. Markmið þessa úrlendisréttar er að tryggja öryggi og friðhelgi gestkomandi þjóðhöfðingja.
Sjá nánar hér: 16/1971: Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband | Lög | Alþingi
Mikill fjöldi lögreglumanna sinnir öryggisgæslu á meðan þinginu stendur. Gera má ráð fyrir að viðvera lögreglu í miðborginni, í grennd við Alþingishúsið verði mjög sýnileg þessa fjóra daga.
Já, íslenska lögreglan verður vopnuð á meðan hún sinnir öryggisgæslu í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Ásýnd lögreglumanna verður með sambærilegum hætti og þegar Leiðtogafundurinn var haldinn í maí 2023.
Hér má finna upplýsingar um: Valdbeitingartæki lögreglu | Lögreglan
Já, það verða nokkrir erlendir lögreglumenn og sérfræðingar sem styðja við aðgerðir lögreglunnar. Þeir verða vopnaðir líkt og íslensk lögregla.
Sjá nánar hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=70a081a2-6d3f-476d-ac30-78418282f94d
Í 49. gr. segir: Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum þessum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini handa viðkomandi.
Já, þetta verkefni hefur ekki neikvæð áhrif á viðbragðsgetu lögreglu á Íslandi. Vaktir lögreglu eru fullmannaðar um allt land og gerðar hafa verið ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi viðbragð í öllum umdæmum.
Á Íslandi ríkir tjáningarfrelsi og allir eiga rétt á að tjá skoðun sína og mótmæla. Hlutverk lögreglu er að sjá til þess að allir geti tjáð skoðanir sínar í samræmi við gildandi lög. Eftir sem áður þurfa mótmælendur að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg fyrir afnotum af landi borgarinnar til að mótmæla.
Nei, ekki er gert ráð fyrir áhrifum á landamærum vegna þingsins.
Óheimilt er að fljúga drónum á þremur svæðum í samræmi við neðangreint. Ekki verða gefnar út undanþágur eða heimildir til neinna á þessum tíma. Drónabannið gildir líka um fjölmiðla.
Engar hæðartakmarkanir eru á banninu.
1. Miðborg Reykjavíkur
Bannið gildir frá klukkan 08:00 þann 28. október 2024 til klukkan 18:00 þann 30. október 2024.
2. Þingvellir
Bannið gildir frá klukkan 15:00 til 22:00 þann 28. október 2024.
3. Bessastaðir
Bannið gildir frá klukkan 07:30 til 09:30 þann 29. október 2024.
Sjá nánar: Bann við drónaflugi 28.-31. október | Samgöngustofa